Sveitarfélagið Hornafjörður

Starfsleyfi þetta gildir fyrir urðun allt að 3.000 tonna af almennum neyslu- og rekstrarúrgangi á ári.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 9.11.2028

Fréttir

Akstur utan vega á snævi þakinni jörð

09. okt. 2018

Í lögum um náttúruvernd nr. 60/2013, 31. gr. segir: „ Bannað er að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slíkum tækjum á jöklum og snævi þakinni jörð utan vega utan þéttbýlis svo fremi jörð sé frosin eða snjóþekjan traust og augljóst að ekki sé hætta á náttúruspjöllum.“
Meira...

​Vegna fréttar um tófu í friðlandi

15. júní 2018

Vegna fréttar sem birtist í vefmiðli Morgunblaðsins þann 15. júní sl. undir fyirsögninni “Elti uppi tófu og lá í tvo tíma” vilja Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands koma eftirfarandi á framfæri:
Meira...

​Landvörður Umhverfisstofnunar lét vita af utanvegaakstri

09. maí 2018

Landvörður Umhverfisstofnunar lét lögreglu vita af utanvegaakstri í Dyrhólaey í síðustu viku sem leiddi til þess að tveir öku­menn fengu sam­tals á þriðja hundrað þúsund krón­ur í sekt.
Meira...

2. útgáfa Umhverfisvöktunaráætlunar iðjuveranna á Grundartanga (2018-2028)

09. apr. 2018

Við endurskoðun hefur verið skerpt á verklagi um að niðurstöður séu sendar Umhverfisstofnun jafnóðum og þær liggja fyrir og símælingum á loftgæðum er streymt í rauntíma á loftgæði.is.
Meira...

Leyfi fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreytt bygg

21. feb. 2018

​Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi, dags. 19. janúar 2018, til ORF Líftækni hf., kt: 600169-2039, fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreytt bygg í gróðurhúsi ORF Líftækni við Melhólabraut í Grindavík.
Meira...

Auglýst eftir þátttöku almennings í áætlun

04. des. 2017

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vekur athygli á því að almenningur á Íslandi getur allt fram til 21. febrúar gert athugasemdir eða komið með innlegg í áætlun sem miðar að því að minnka skaðleg umhverfisáhrif vegna lyfja.
Meira...

Akstur á snævi þakinni jörð

07. nóv. 2017

Nú þegar vetur er genginn í garð er mikilvægt að benda á reglur sem gilda um akstur á snævi þakinni jörð.
Meira...

Merkingum á hættulegum efnavörum í matvöruverslunum ábótavant í 85% tilvika

26. okt. 2017

Umhverfisstofnun stóð nýlega fyrir eftirlitsverkefni með merkingum á vörum sem innihalda hættuleg efni og náði umfang þess til algengra neysluvara fyrir almenning. Einungis 15% varanna sem lentu í úrtaki reyndust standast allar kröfur um merkingar.
Meira...

Veiðimenn endurnýi veiðikort og skili inn veiðiskýrslu fyrir rjúpnaveiðar

19. okt. 2017

​Nú þegar styttist í fyrstu rjúpnaveiðihelgina, en fyrsti veiðidagur er föstudagurinn 27. október næstkomandi, minnir Umhverfisstofnun veiðimenn á að skila inn veiðiskýrslu og sækja um endurnýjun veiðikorts.
Meira...

Endurskoðun umhverfisvöktunaráætlunar iðjuveranna á Grundartanga

18. okt. 2017

Umhverfisstofnun auglýsir til kynningar drög að endurskoðaðari umhverfisvöktunaráætlun fyrir iðjuverin á Grundartanga.
Meira...

Nýju hættumerkin taka yfir

14. júní 2017

Nýju hættumerkin eru tígullaga á hvítum grunni. Innan í tíglinum er viðeigandi mynd til að vekja athygli á hættunni sem verið er að lýsa.
Meira...

​ Hættumerkingum á bílavörum ábótavant

16. feb. 2017

Umhverfisstofnun gerir kröfur um úrbætur á vanmerktum vörum.
Meira...

Lokað á milli svæða við Gullfoss

06. maí 2016

Framkvæmdir eru framundan við gerð stiga milli efra og neðra útsýnissvæðis á Gullfossi.
Meira...

Lokun fuglafriðlanda

04. maí 2016

Á Íslandi er að finna mörg mikilvæg fuglasvæði (IBA). Ein leið til að vernda fuglalíf á meðan varp stendur yfir og viðkvæma náttúru er að takmarka aðgang að svæðinu.
Meira...

Umsóknarfrestur um hreindýraveiðileyfi rennur út á hlaupársdag

23. feb. 2016

Frestur til að sækja um hreindýraveiðileyfi er til og með 29. febrúar.
Meira...

Leyfi fyrir afmarkaðri starfsemi með erfðabreyttar sojabaunaplöntur

27. okt. 2015

Umhverfisstofnun hefur gefið út leyfi til Orf Líftækni hf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar sojaplöntur í gróðurhúsi Orf Líftækni við Melhólabraut í Grindavík. Áður hafði fyrirtækið leyfi til að rækta og vinna með erfðabreytt bygg á sama stað.
Meira...

Námskeið um meðferð varnarefna 9.-13. nóvember 2015

12. okt. 2015

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að Landbúnaðarháskóli Íslands stendur fyrir námskeiði um meðferð varnarefna dagana 9.-13. nóvember n.k. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast nota varnarefni í atvinnuskyni, annað hvort við útrýmingu meindýra eða í landbúnaði og garðyrkju.
Meira...

Fjöruhreinsun á Rauðasandi

10. júlí 2015

Umhverfisstofnun í samstarfi við Vesturbyggð, Náttúrustofu Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi stóðu að hreinsun strandlengjunnar á Rauðasandi laugardaginn 4. júlí síðastliðinn. Verkefnið var auglýst og óskað eftir sjálfboðaliðum af svæðinu til að aðstoða við hreinsunina. Alls tóku 20 manns þátt í verkefninu, þar af 5 sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar.
Meira...

Sjálfboðaliðar óskast í fjöruhreinsun á Rauðasandi

01. júlí 2015

Vesturbyggð, Umhverfisstofnun, Náttúrustofa Vestfjarða og landeigendur á Rauðasandi ætla að standa fyrir fjöruhreinsun á Rauðasandi í Vesturbyggð laugardaginn 4. júlí frá klukkan 10:00 – 15:00.
Meira...

Leiðbeiningar fyrir leik- og grunnskóla

15. okt. 2014

Almannavarnir, Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og Sóttvarnalæknir hafa fengið nokkuð af fyrirspurnum frá leik- og grunnskólum um hvar upplýsingar megi finna varðandi gosmengunina.
Meira...

Starfsleyfistillaga fyrir fiskeldi Ís 47 ehf.

24. sept. 2014

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Ís 47 ehf. til framleiðslu á allt að 1.200 tonnum af þorski (áframeldi) og regnbogasilungi í sjókvíum í Önundarfirði.
Meira...

Námskeið um meðferð varnarefna

27. mars 2014

Landbúnaðarháskóli Íslands heldur námskeið um meðferð varnarefna dagana 7.-11. apríl næstkomandi að Keldnaholti í Reykjavík.
Meira...

Samræmd flokkun heimilisúrgangs á landsvísu

20. nóv. 2013

Samræmd flokkun heimilisúrgangs á landsvísu Nýlega stóð Umhverfisstofnun fyrir könnun meðal sveitarfélaga og rekstraraðila sem starfa í úrgangsgeiranum. Tilgangur könnunarinnar var að athuga hvort að vilji sé hjá þessum aðilum til að koma á samræmdri flokkun heimilisúrgangs á landsvísu, einkum í ljósi tillögu að markmiði þess efnis sem sett er fram í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013–2024. Könnunin var gerð í samráði við umhverfis– og auðlindaráðuneytið og Fagráð um endurnýtingu og úrgang (FENÚR).
Meira...

Íslendingar treysta Svaninum

05. júlí 2013

Ný könnun sýnir að Íslendingar bera mikið traust til Svansmerkisins og eru jákvæð í garð fyrirtækja sem stunda umhverfisstarf.
Meira...

Aðeins 10% leik- og grunnskóla fengu skoðun

07. maí 2013

Árið 2011 voru 265 leikskólar og 171 grunnskólar á landinu. Ekki er vitað hversu mörg opin leiksvæði eru. Í Reykjavík, svo dæmi sé tekið eru starfræktir 46 grunnskólar og 95 leikskólar og opin svæði eru um 250 talsins.
Meira...

Úthlutun á styrkjum úr Veiðikortasjóði 2013

22. mars 2013

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2013.
Meira...

Aldir renna – hugmyndasamkeppni um umhverfi Gullfoss

21. des. 2012

Opin hugmyndasamkeppni var haldin á vegum Umhverfisstofnunar í samvinnu við Arkitektafélag Íslands um umhverfi Gullfoss. Dómnefnd hefur lokið störfum og voru verðlaun afhent fimmtudaginn 20. desember síðastliðinn.
Meira...

Starfsleyfi veitt fyrir urðunarstað

07. nóv. 2012

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir urðunarstað Sveitarfélagsins Hornafjarðar á Mel í landi Fjarðar, en þar er veitt heimild til að taka á móti allt að 3000 tonnum af almennum neyslu- og rekstrarúrgangi á ári til urðunar.
Meira...

Verkefni boðið út

02. okt. 2012

Úttekt á sambandinu á milli Norræna Svansins og Umhverfismerki ESB.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir urðunarstað á Mel í landi Fjarðar

15. ágú. 2012

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir urðunarstað Sveitarfélagsins Hornafjarðar á Mel í landi Fjarðar. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti allt að 3000 tonnum af almennum neyslu- og rekstrarúrgangi á ári til urðunar.
Meira...

Getraun Umhverfisstofnunar um rusl

08. júní 2012

Á Hátíð hafsins stóð Umhverfisstofnun fyrir getraun um rusl og þakkar stofnunin öllum þeim sem tóku þátt í getrauninni. Dregið hefur verið úr svörum sem bárust og fá fimm þátttakendur í verðlaun glæsilegan Regatta bakpoka og gjafabréf fyrir þrjá í skoðunarferð um Vatnshelli á Snæfellsnesi.
Meira...

Loftgæðavöktun í Fljótshverfi

04. júní 2012

Í kjölfar eldgossins í Grímsvötnum í fyrra hóf Umhverfisstofnun mælingar á styrk svifryks á Kirkjubæjarklaustri. Staðsetning mælisins var valin út frá því að ná til sem flestra íbúa innan áhrifasvæðis öskufoks og þar sem á staðnum er leikskóli, grunnskóli og heilsugæslustöð. Mælingar seinni part vetrar og nú í vor hafa sýnt að ástandið hefur farið batnandi þar og hefur stofnunin því endurmetið þörfina á mælingum á Klaustri.
Meira...

Styrkir úr Veiðikortasjóði

30. maí 2012

Umhverfisráðuneytið hefur ákveðið úthlutun úr Veiðikortasjóði fyrir árið 2012.
Meira...

Er hægt að auka útiveru Íslendinga

04. maí 2012

Hreyfing og útivera hefur góð áhrif á bæði andlega og líkamlega heilsu en flestir Íslendingar verja bróðurparti dagsins innandyra. Er eitthvað hægt að gera til að auka útiveru Íslendinga og þar með almenna vellíðan?
Meira...

Hreindýraútdráttur – bein útsending

25. feb. 2012

Dregið verður úr innsendum umsóknum um leyfi á hreindýr í beinni útsendingu í dag laugardaginn 25. febrúar kl 14:00.
Meira...

Kynningarfundur um tillögu að starfsleyfi í Reyðarfirði

03. nóv. 2011

Kynningarfundur um tillögu að starfsleyfi fyrir Laxa fiskeldi ehf. til að stunda laxeldi í Reyðarfirði verður haldinn í dag, fimmtudaginn 3. nóvember klukkan 17 á Fjarðarhóteli, Reyðarfirði.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldi í Reyðarfirði

21. okt. 2011

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir Laxa fiskeldi ehf. til að stunda laxeldi í Reyðarfirði. Tillagan gerir ráð fyrir heimild til rekstraraðila til að framleiða allt að 6.000 tonn af laxi á ári í sjókvíum á tilgreindum stöðum í firðinum.
Meira...

Fylgstu með eftirlitinu

10. okt. 2011

Héðan í frá verða allar eftirlitsskýrslur Umhverfisstofnunar birtar á vefnum. Þannig getur hver sem er fylgst með stöðu mála hvað varðar mengandi starfsemi, hvar sem er á landinu, hvenær sem er.
Meira...

Upplýsingar um friðlýsingu Látrabjargs og nágrennis

04. okt. 2011

Í janúar sl. skipaði bæjarstjórn Vesturbyggðar starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargs og nágrennis, en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að svæðið verði friðlýst.
Meira...

Hvernig er hægt að auka loftgæði?

19. júlí 2011

Loftgæði á Íslandi eru almennt talin góð en við ákveðnar veðurfarslegar aðstæður geta loftmengunarefni safnast upp og farið yfir heilsuverndarmörk. Loftmengun á sér mismunandi uppsprettur, ýmist frá iðnaði, bílaumferð og/eða jarðvegsfoki.
Meira...

Hvernig er hægt að draga úr notkun plastpoka?

12. júlí 2011

Notkun á burðarpokum úr plasti er mikil á Vesturlöndum en um leið vandamál sem taka verður á með einhverjum hætti. Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins voru alls framleidd 3,4 milljón tonn af burðarpokum í Evrópu árið 2008, en það samsvarar þyngd 2 milljóna fólksbíla. Er áætlað að hver einstaklingur innan Evrópusambandsins noti um 500 plastpoka að meðaltali á ári. Þessi mikla notkun plastpoka veldur miklum umhverfisáhrifum því talsvert magn af plasti er hvorki endurunnið né fargað heldur berst til sjávar með regni, frárennsli og ám eða fýkur til hafs. Plastefni brotna þar niður í smærri einingar á mjög löngum tíma, en eyðast jafnvel aldrei að fullu.
Meira...

Rekavíkurbirnan hvíta

04. júlí 2011

Hvítabjörn var felldur í Rekavík á Hornströndum 2. maí 2011. Var hann skotinn úr þyrlu Landhelgisgæslunnar tæpum sex klst. eftir að hann sást fyrst á vappi í fjörunni í Hælavík. Björninn var fluttur samdægurs til Reykjavíkur og afhentur Náttúrufræðistofnun Íslands sem fór þess á leit við Karl Skírnisson, dýrafræðing á Tilraunastöðinni á Keldum að sjá um rannsóknir á dýrinu. Athuganir hófust samdægurs en krufning var gerð daginn eftir og var hún gerð í samvinnu við Ólöfu Guðrúnu Sigurðardóttur, dýralækni og dýrameinafræðing á Keldum og Þorvald Björnsson, hamskera Náttúrufræðistofnunar Íslands.
Meira...

Laus störf hjá Umhverfisstofnun Evrópu

29. júní 2011

Hjá Umhverfisstofnun Evrópu eru laus störf á sviði umhverfismála.
Meira...

Nauðsynlegar framkvæmdir á friðlýstum svæðum

09. maí 2011

Ríkisstjórnin samþykkti að veita Umhverfisstofnun 41,9 m.kr. til framkvæmda á friðlýstum svæðum sem stofnunin telur að séu í hættu.
Meira...

Starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð á Stað, Grindavík

11. apr. 2011

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir fiskeldisstöð Íslandsbleikju ehf. á Stað, Grindavík. Í starfsleyfinu er heimilað að framleiða allt að 1600 tonn á laxi og öðrum eldisfiski til manneldis.
Meira...

Nordisk projektchef

08. apr. 2011

Svanurinn á Norðurlöndunum auglýsir laust starf verkefnisstjóra.
Meira...

Nýr vefur!

25. mars 2011

Á nýjum vef Umhverfisstofnunar er að finna margar nýjungar. Nú eru upplýsingar um öll friðlýst svæði aðgengilegar í gegnum Íslandskort og sömuleiðis upplýsingar um eftirlit með mengandi starfsemi.
Meira...

Aðalskoðun leiksvæða

13. júlí 2010

Reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim tók gildi árið 2003. Hún nær til allra leiksvæða hvort sem er innan dyra eða utan, skipulagt fyrir leik barna svo sem í eða við leikskóla, skóla, gæsluvelli og opin leiksvæði. Einnig leiksvæði annarra aðila þar sem börn eiga greiðan aðgang að eða ætlað börnum svo sem í eða við fjöleignarhús, frístundahús,tjaldsvæði, verslunarhúsnæði og samkomustaði.
Meira...

Skinney-Þinganes

15. mars 2010

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess hf. þar sem heimilað verði að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni, auk framleiðslu á meltu frá hraðfrystihúsi rekstraraðila. Hámarksafköst verksmiðjunnar eiga samkvæmt tillögunni að miðast við að framleitt verði úr 900 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira