Efnavörueftirlit

Samkvæmt efnalögum nr. 61/2013 er hlutverk heilbrigðisnefnda sveitarfélaga að: 
  • upplýsa almenning um hættu tengda notkun á efnum og efnablöndum þegar þörf er á til verndar heilsu eða umhverfi, 
  • hafa eftirlit með meðferð, notkun og merkingum efna í starfsleyfisskyldri starfsemi sem heyrir undir þau starfsleyfi sem nefndin gefur út á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir og upplýsa Umhverfisstofnun um niðurstöður eftirlitsins, 
  • taka að sér verkefni samkvæmt eftirlitsáætlun, sbr. 52. gr., í umboði Umhverfisstofnunar samkvæmt samningi þar um. Umhverfisstofnun ber kostnað af störfum heilbrigðisfulltrúa í þessu tilviki. Umhverfisstofnun er heimilt að fela heilbrigðisnefnd umsjón með aðgerðum á kostnað stofnunarinnar, 
  • senda Umhverfisstofnun upplýsingar um niðurstöður eftirlits með þáttum sem falla undir lög þessi, sbr. ákvæði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir um eftirlit nefndanna, á þeim tíma og á þann hátt sem stofnunin ákveður. 

Umhverfisstofnun hefur umsjón með framkvæmd laganna og hefur m.a. eftirlit með framleiðslu, meðferð og markaðssetningu efna, efnablandna og hluta sem innihalda efni. Hér er hægt að nálgast upplýsingar um efnamál, bæði fyrir atvinnulífið og neytendur.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira