Olíuskiljur

Virkni olíuskilju með innbyggðu sandfangiMengun vatns er óheimil og losun á olíu- og olíusamböndum í vatn, grunnvatn og jarðveg er bönnuð. Krafa um olíuskiljur og mengunarvarnabúnað byggja á þeirri meginreglu að olíubrák má ekki sjást þegar frárennsli berst út í náttúruna. Frárennslisvatn sem blandast hefur olíuefnum og olíusamböndum ber að hreinsa bæði með sandfangi og olíuskilju, þar með talið regnvatn á svæðum þar sem hætta er á að það hafi mengast.

Tryggja þarf að olía eða olíumengað vatn berist ekki út í umhverfið. Samkvæmt lögum nr.33/2004 um verndun hafs og stranda og reglugerð nr. 798/1999 um fráveitur og skólp skal olíumagn blöndu við útrás vera að hámarki 15 hlutar í 1.000.000 hlutum blöndunnar og olíubrák má ekki sjást á yfirborðsvatni. Til þess að þetta náist þarf í mörgum tilfellum að hreinsa frárennslisvatnið með olíuskilju. Olíuskilja er mengunarvarnabúnaður sem skilur að olíuefni og vatn í frárennsli. Olíuskilju er krafist við alla starfsemi þar sem meðhöndluð eru olíuefni eða olíuefnasambönd.

Olíuskiljur þarf allstaðar þar sem notkun, meðferð eða geymsla olíu eða olíusambanda fer fram og ekki hefur verið gripið til annarra ráðstafana til að koma í veg fyrir að olía berist í frárennsli. Notkun annars hreinsibúnaðar en olíuskilja, t.d. þar sem meðferð vökva er hverfandi en hætta er á olíumengun, eru háð samþykki viðkomandi heilbrigðisnefndar. 

Tengd skjöl

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira