Hollustuhættir

Umhverfisstofnun hefur það hlutverk samkvæmt lögum Nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir að samræma heilbrigðiseftirlit á landinu öllu, hafa nána samvinnu við heilbrigðisnefndir og veita ráðgjöf og þjónustu varðandi heilbrigðiseftirlit.

Hollustuhættir fjalla um heilsusamlegt umhverfi, aðbúnað og öryggi innanhúss hjá stofnunum og fyrirtækjum, sem almenningur sækir þjónustu til, einnig um öryggi t.d. á leiksvæðum barna og á sund og baðstöðum og um hreinlæti á lóðum og opnum svæðum.

Stofnunin gefur út í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga samræmd starfsleyfisskilyrði fyrir þá starfssemi sem fellur undir reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Einnig veitir stofnunin fræðslu og leiðbeiningar um heilbrigðiseftirlit og framkvæmd þess.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira