Stök frétt

Sveitarfélagið Hornarfjörður sendi Umhverfisstofnun erindi þar sem óskað var eftir breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins fyrir urðun í landi Fjarðar. Var óskað eftir undanþágu frá gr. 3.4 í starfsleyfinu varðandi söfnun á hauggasi.

Umhverfisstofnun hefur nú unnið tillögu að breytingu á starfsleyfi sveitarfélagsins í samræmi við erindið. Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Athugasemdir við breytingatillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 2. október 2020. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl:
Tillaga að breyttu starfsleyfi