Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið breytingu á starfsleyfi Byggðasamlagsins Hulu til reksturs urðunarstaðar á Skógarsandi.

Byggðasamlagið Hula óskaði eftir breytingu á starfsleyfinu til að fá undanþágu frá gr. 3.4 um söfnun hauggas þar sem urðunarstaðurinn falli undir b-lið tl. 4.2.4 í viðauka I við reglugerð nr. 738/2003. Lögð voru fram gögn sem sýndu fram á að tæknilega ógerlegt er að safna hauggasi á urðunarstaðnum, miðað við gefnar forsendur. Því var fallist á að veit undanþágu frá kröfum um söfnun hauggass. Jafnframt er ekki gerð krafa um sýnatöku og mælingar á hauggasi, sbr. tl. 4.2.6 í viðauka I við reglugerð nr. 738/2003.

Við breytingu starfsleyfisins voru reglugerðartilvísanir einnig uppfærðar eftir því sem við átti.

Tillaga að breyttu starfsleyfi verður aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar á tímabilinu 8. júlí 2019 til og með 6. ágúst 2019 og gefst á þeim tíma tækifæri til að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. rg. nr. 550/2018.

Athugasemdir við tillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 6. ágúst 2019.

 

Tengd skjöl: