Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um starfsleyfi fyrir urðunarstað Fjarðabyggðar í landi Þernuness í Reyðarfirði. Um er að ræða urðun á allt að 3000 tonnum af almennum úrgangi á ári.

Unnið er úr umsókn og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.