Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að umhverfisvöktunaráætlun Kölku sorpeyðingastöðvar sf. 

Í samræmi við ákvæði í starfsleyfi er fram komin tillaga að umhverfisvöktunaráætlun Kölku. Rekstraraðili skal vakta helstu umhverfisþætti í samræmi við umfang losunar rekstraraðila í þeim tilgangi að meta það álag sem starfsemin veldur. Umhverfisvöktunaráætlunin fjallar um vöktun á fallryki, jarðvegi og mosa í umhverfi starfseminnar.  

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. janúar 2020. 

Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Vöktunaráætlun Kölku sorpeyðingarstöðvar sf.