Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur samþykkt umhverfisvöktunaráætlun Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. í samræmi við ákvæði starfsleyfis. 
Vakta skal ákomu (fallryk) á tveimur stöðum í nágrenni Kölku og magn þungmálma og díoxíns/fúrana í jarðvegi á fimm stöðum á óröskuðu landi nálægt brennslunni. 
Eins skal vakta gróður með því að vakta magn þungmálma og brennisteins í mosa á sex stöðum í nágrenni Kölku. 
Tillaga að áætluninni var auglýst þann 20. desember 2019 í mánuð og þar gafst almenningi kostur á að gera athugasemdir við vöktunaráætlunina. 
Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. 

Vöktunaráætlun Kölku sorpeyðingarstöðvar sf