Látlaus skilti

Látlaus auglýsing

Skv. reglugerð nr. 941/2011 um auglýsingar meðfram vegum og annars staðar utan þéttbýlis eru látlausar auglýsingar, auglýsingar sem eru hóflegar að stærð og umfangi að teknu tillit til þess sem auglýst er, eru lítt áberandi og hafa aðallega að geyma upplýsingar um umræddan rekstur, þjónustu eða vörur.

Einnig telur stofnunin  mikilvægt að litir séu ekki margir í slíkri auglýsingu, og að þeir falli að litum í náttúru Íslands. Rauður sker sig úr íslensku umhverfi sem og rauðgulur. Allir svokallaðir jarðlitir ásamt bláum tónum koma ágætlega út í íslensku umhverfi.

Hófleg stærð

Umhverfisstofnun hefur í samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð, Þingvallaþjóðgarð og Ferðamálastofu gert handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum. Handbókin er ætluð til fræðslu og leiðbeiningar fyrir þá sem standa að merkingum á ferðamannastöðum og náttúruverndarsvæðum. Í 3ja kafla handbókarinnar eru leiðbeiningar um skiltastærðir. Þótt þær leiðbeiningar séu gerðar fyrir upplýsingaskilti þá nýtast þær þeim sem hyggja á gerð auglýsingaskiltis.

Handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum

Í ofangreindri handbók eru leiðbeiningar um notkun táknmynda og texta, ásamt framleiðslu og uppsetningu skilta. Bókina er að finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar. Umhverfisstofnun telur að handbókin geti nýst til leiðbeininga, um gerð látlausra skilta, en þó skal tekið fram að þar er um að ræða upplýsingaskilti fyrst og fremst en ekki auglýsingaskilti.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira