Skilti og merkingar

Handbók um merkingar á friðlöndum og ferðamannastöðum

Handbókin er samstarfsverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu og Þingvallaþjóðgarðs. Handbókin þjónar sem hönnunarstaðall fyrir aðildarstofnanirnar en er jafnframt ætluð öllum þeim sem koma að mótun umhverfis ferðamanna á Íslandi.

Meginhlutverk handbókarinnar

  • Að samræma merkingar á ferðamanna- og náttúruverndarsvæðum
  • Að leiðbeina um notkun táknmynda og texta, ásamt framleiðslu og uppsetningu skilta
  • Að einfalda aðgengi að gögnum og táknmyndum við skiltagerð
  • Að stuðla að notkun íslenskrar hönnunar og framleiðslu við merkingar á ferðamannastöðum
  • Að móta skiltakerfi sem hentar íslenskum aðstæðum og krefst lágmarks viðhalds
  • Að móta sveigjanlegt skiltakerfi sem auðvelt er að breyta og bæta við

Handbókin verður uppfærð reglulega hér á vefnum í takt við endurbætur og uppfærslu gagna. Hér má hlaða niður handbókinni til afnota, skoða vefútgáfu og sækja táknmyndir og vinnsluteikningar fyrir framleiðendur.

Handbókin

Skilti fyrir Guðlaugstungur

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira