Spurningar og svör

Er [.....] friðlýst svæði?

  • Kort af svæðunum má finna hér

Telst það til náttúruspjalla að aka um gróðurlausa sandfjöru eða smágrýtta? 

Allur akstur utan vega er bannaður. Þó má aka utan vega á landi sem sérstaklega er nýtt sem landbúnaðarland ef ekki hljótast af því náttúruspjöll. Að auki er heimilt ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna ýmissa starfa sem talin eru upp í reglugerð um takmarkanir á umferð í náttúru Íslands. 

Eru einhverjar sérstakar reglur um efnistöku úr fjöru?

Lög um náttúruvernd fjalla um nám jarðefna, þ.m.t. efnistöku úr fjöru. Landeiganda er heimilt taka efni í sínu landi til einkanota. Honum er ekki heimilt að selja öðrum efnið. Slíkt kallar á útgáfu framkvæmdaleyfis og sjá sveitarfélög um slíkt. Þá þarf að vera til efnistökuáætlun og efnistakan þarf að vera í samræmi við skipulag. 

Í fjöru einni er friðlýst æðarvarp. Hefur það eitthvað að segja um umgang um þessa tilteknu fjöru?

Í reglugerð nr. 252/1996 er fjallað um friðlýsingu æðarvarps. Þar segir að sýslumaður annist friðlýsingu æðarvarps. Friðlýsingin gildi á tímabilinu 15.apríl - 14. júlí ár hvert. Friðlýsingin felur í sér að öll óviðkomandi umferð og röskun er bönnuð innan þessara svæða. Friðlýst æðarvörp skal auðkenna með áberandi hætti þar sem því verður viðkomið

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira