Mengandi efni

Efnaframleiðsla í heiminum hefur 400-faldast síðan 1930 og fer enn vaxandi. Afleiðingin er sú að alls staðar má finna margvísleg efni og efnasambönd sem geta borist í jarðveg og vatn og jafnvel safnast fyrir í mönnum og dýrum. Þessi efni geta verið hættuleg fólki, t.d. verið ertandi, ætandi, krabbameinsvaldandi, eða truflað hormónastarfsemi líkamans. Auk þess geta þau valdið umhverfinu margvíslegum skaða. Ríflega 100.000 efni og efnasambönd eru nú á markaði, en fæst þeirra hafa farið í gegnum áhættumat. 

REACH-reglugerð Evrópusambandsins er ætlað að bæta úr þessu, en þar er að finna ákvæði um skráningu efna, mat, leyfisveitingar og takmarkanir. Með þessu er ætlunin að bæta eftirlit með nýjum efnum og sannreyna öryggi efna sem eru nú þegar á markaði. Reglugerðin tók gildi á Íslandi árið 2008.

Sem fyrr segir eru margvísleg efni og efnasambönd í notkun sem geta verið skaðleg fyrir umhverfi og heilsu. Því er brýnt að fylgjast með styrk efna í umhverfinu og upplýsa almenning um stöðu mála á hverjum tíma. Efnin eru fjölbreytt, en í þessum hópi eru t.d. þungmálmar, þrávirk lífræn efni og fjölmörg önnur efni á borð við varnarefni í landbúnaði og efni sem ætlað er að gefa hinum ýmsu neytendavörum rétta áferð, endingu, styrk, lit o.s.frv. Þegar fjölbreytni efnanna er höfð í huga er augljóst að sjálfbærnivísar sem sýna styrk einstakra efna geta aldrei sýnt nema lítinn hluta af heildarmyndinni. Við val á vísum er eðlilegt að taka öðru fremur tillit til mikilvægis efnanna og þess hversu framkvæmanlegar og öruggar mælingar á styrk þeirra eru.

Markmið

  • Að draga úr losun heilsuskaðlegra efna og efna sem eru hættuleg umhverfinu

Sjálfbærnivísar

  • Díoxín
  • PAH
  • Kvikasilfur í þorski
  • PCB í þorsklifur

Graf sem sýnir mælingar á útstreymi díoxíns á Íslandi.Díoxín er meðal eitruðustu efna sem finnast í umhverfi okkar. Díoxín er þrávirkt lífrænt efni sem myndast sem aukaafurð í ýmsum ferlum, en er hvorki framleitt viljandi né nýtt á nokkurn hátt.ngi verið helsta uppsprettan. Frá því um 199 Vegna eiginleika sinna safnast díoxín upp í náttúrunni. Heildarútstreymi díoxíns hefur minnkað mikið á undanförnum árum, en opin brennsla úrgangs hefur le0 hefur opnum brennslustöðvum verið lokað hverri af annarri. Engu að síður losnar enn eitthvert magn af díoxíni út í umhverfið á ári hverju.

Í raun er díoxín ekki eitt efni heldur hópur miseitraðra efna. Þegar talað er um styrk díoxíns er yfirleitt átt við samanlagðan heildarstyrk, umreiknaðan í svokölluð „alþjóðleg eitrunarjafngildi“ (I-Teq („International Toxic Equivalents“). Þá er með öðrum orðum búið að umreikna eitrunaráhrif allra efnanna eins og um eitraðasta efnið væri að ræða.

Ísland er aðili að alþjóðlegum samningi um þrávirk lífræn efni, þ.á.m. díoxín. Umhverfisstofnun gegnir lykilhlutverki í þessu og heldur m.a. bókhald um útstreymi díoxíns á Íslandi. Sjálfbærnivísirinn er unninn upp úr þessu bókhaldi.

Heimild: Umhverfisstofnun

Graf sem sýnir mælingar á útstreymi PAH-efna á ÍslandiSkammstöfunin PAH stendur fyrir „Polycyclic aromatic hydrocarbons” eða „Fjölhringa arómatísk kolvetni“. PAH-efni myndast í tengslum við ýmiss konar iðnaðarferli en ef þau berast í lífverur geta þau valdið krabbameini og ýmsum öðrum neikvæðum áhrifum. PAH-mengun á Íslandi tengist aðallega framleiðslu á áli og járnblendi.

Heimild: Umhverfisstofnun.

Graf sem sýnir mælingar á kvikasilfri í þorskholdiÞungmálmar, geislavirk efni og þrávirk lífræn efni eru þeir þrír flokkar efna sem mest hætta stafar af hvað varðar mengun sjávar. Með reglulegum mælingum á þungmálmum í lífríki hafsins er hægt að meta hvort lífríkinu stafi hætta af mengun og hvort heilsu manna stafi hætta af neyslu sjávarfangs. Kvikasilfur er einn þeirra þungmálma sem fylgst er með reglulega. Efnið er mælt í þorskholdi og sýnir því styrk kvikasilfurs í því fiskmeti sem fólk neytir. Viðmiðunarmörk fyrir kvikasilfur í fiskmeti er 500 µg/kg.

Heimild: Umhverfisstofnun

Graf sem sýnir PCB mælingar í þorsklifriÞungmálmar, geislavirk efni og þrávirk lífræn efni eru þeir þrír flokkar efna sem mest hætta stafar af hvað varðar mengun sjávar. Með reglulegum mælingum á þrávirkum lífrænum efnum í lífríki hafsins er hægt að meta hvort lífríkinu stafi hætta af mengun og hvort heilsu manna stafi hætta af neyslu sjávarfangs.

PCB er eitt þeirra þrávirku lífrænu efna sem fylgst er með reglulega. Efnið er mælt í þorsklifur, en þrávirk lífræn efni hafa einmitt tilhneigingu til að safnast upp í feitasta hluta lífverunnar. Notkun PCB er bönnuð, en það verður enn um sinn á ferli í náttúrunni, enda brotna þrávirk efni seint niður eins og orðið „þrávirkur“ gefur til kynna. Sú mengun sem nú mælist er því afleiðing losunar sem átti sér stað fyrir mörgum árum. Eins og myndin sýnir virðist styrkur PCB í þorsklifur fara minnkandi, en ekki er hægt að fullyrða að sú minnkun sé tölfræðilega marktæk.

Heimild: Umhverfisstofnun

Graf sem sýnir útstreymi HCB-efna á Íslandi
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira