30. nóvember 2012

Kynningarfundur um Efnaeimingu


Miðvikudaginn 28. nóvember sl. hélt Umhverfisstofnun opinn fund til kynningar á tillögu að nýju starfsleyfi fyrir starfsemi Efnaeimingar ehf. í Höfnum. Fór fundurinn fram í safnaðarheimilinu í Höfnum. Samkvæmt tillögunni mun nýtt starfsleyfi heimila Efnaeimingu flutning og endurvinnslu á allt að 80 tonnum af tilteknum spilliefnum á ári. Mun starfsleyfið gilda til næstu sextán ára.

 Fyrir hönd Umhverfisstofnunar sóttu kynningarfundinn Guðmundur B. Ingvarsson og Sigríður Kristjánsdóttir. 

Starfsleyfistillöguna og starfsleyfisumsókn Efnaeimingar má nálgast í afgreiðslu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Reykjanesbæ, og á vef Umhverfisstofnunar. Frestur til að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna er til 27. desember nk. Allar athugasemdir skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun.

Til baka
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira