Loftgæði vegna eldgoss í Holuhrauni

Tímabundin upplýsingasíða vegna mengunar frá eldgosinu í Holuhrauni. Hér má finna nýjustu fréttir, helstu upplýsingar, ráðleggingar og einnig hægt að senda fyrirspurn til stofnunarinnar.

Til að fá yfirlit yfir mengun um allt land skal smella á myndina hér fyrir neðan.

Spurt og svarað

Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum (PDF)

Litirnir í töflunni miða við styrk SO2 í 10-15 mínútur. Áhrif loftmengunar á heilsu eru háð þeim tíma sem fólk dvelur í menguninni. Heilsuverndarmörk fyrir klukkutíma eru 350 µg/m3 og heilsuverndarmörk fyrir sólarhring 125 µg/m3.

Styrkur SO2
 í 10-15 mín
Lýsingar á loftgæðum og áhrifum á fólk
 Ráðleggingar um viðbrögð
μg/m3
 ppm 
 Öll börn. Einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma og viðkvæmir einstaklingar*
Heilbrigðir einstaklingar
    Góð    
0-350 
0-0,1 Yfirleitt engin áhrif á heilsufar. Getur fundið fyrir áhrifum Áhrif á heilsufar ólíkleg.
    Sæmileg     
350- 600
0,1-0,2  Getur valdi óþægindum í öndunarfærum hjá viðkvæmum einstaklingum. Farið með gát, fylgist með mælingum. Dragið úr áreynslu utandyra ef þið finnið fyrir einkennum. Slökkvið á loftræstingu. Áhrif á heilsufar ólíkleg. Slökkvið á loftræstingu.
    Óhollt fyrir viðkvæma    
600-2.600
0,2-1,0 Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá viðkvæmum einstaklingum. Lítil vandamál hjá heilbrigðum. Forðist áreynslu utandyra. Slökkvið á loftræstingu. Áhrif á heilsufar ólíkleg en gagnlegt að draga úr áreynslu utandyra. Slökkvið á loftræstingu.
    Óhollt    
2.600-9.000
1,0-3,0 Einkenni frá öndunarfærum líkleg hjá öllum einstaklingum, einkum einstaklingum með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræsingu. Forðist áreynslu utandyra. Þeir sem hafa tök á haldi sig innandyra, loki gluggum og slökkvi á loftræstingu.
 2.600  1,0  Vinnuverndarmörk í 15 mín. Öll vinna bönnuð nema með viðeigandi öndunargrímum. Öll vinna bönnuð nema með viðeigandi öndunargrímum. 
    Mjög óholl    
9.000-14.000
3.0-5.0 Allir líklegir til að finna fyrir miðlungs- eða alvarlegum einkennum frá öndunarfærum. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.
    Hættuástand    
>14.000
>5.0 Alvarleg einkenni frá öndunarfærum líkleg. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda. Dveljið innandyra og lokið gluggum. Slökkvið á loftræstingu. Fylgist með ráðleggingum yfirvalda.

* Öll börn. Fullorðnir með astma (sögu um ýl og/eða surg fyrir brjósti, eða greindan astma), berkjubólgu, lungnaþembu og hjarta- og æðasjúkdóma. Þessar leiðbeiningar gilda einnig um barnshafandi konur.

Vinnuverndarmörk 

Fari styrkur SO2 yfir mengunarmörkin 1.300 µg/m3 að meðaltali yfir 8 klst. tímabil skal stytta vinnutímann í hlutfalli við styrk mengunarinnar eða starfsmenn noti viðeigandi öndunargrímur. 

Fari styrkur SO2 yfir mengunarmörkin 2.600 µg/m3að meðaltali á 15 mínútna tímabili skal vinnu hætt eða starfsmenn noti viðeigandi öndunargrímur. 

Sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Almennar ráðleggingar 

 • Lungna og hjartasjúklingar hafi sín lyf tiltæk 
 • Andið sem mest með nefi og forðast líkamlega áreynslu utandyra í mikill mengun því það dregur úr SO2 sem kemst niður í lungu. 
 • Dvöl innanhúss með lokaða glugga og slökkt á loftræstingu veitir verulega vörn fyrir menguninni.

Frekari ráðstafanir

Ef mengun er mikil og fólk finnur fyrir óþægindum jafnvel þó það dvelji innandyra er hægt að grípa til ráðstafana til að draga úr styrk SO2 innanhúss með því að útbúa einfaldan hreinsibúað. 

 1. Takið 5 gr. af venjulegum matarsóda og leysið upp í 1 lítra af vatni. 
 2. Bleytið einhverskonar klút t.d. viskastykki, þunnt handklæði eða gamaldags gasbleyju í þessari lausn.
 3. Vindið mesta vatnið úr þannig að ekki leki vatn úr. 
 4. Festið þennan raka klút upp á einhverskonar grind, t.d. þurrkgrind fyrir þvott og festið á öllum hliðum t.d með þvottaklemmum. 
 5. Stillið grindinni upp í því herbergi sem ætlunin er að hreinsa loftið í. 
 6. Til að klúturinn haldi virkni sinni þarf hann að vera rakur og gott er að halda rakastiginu við með því að úða á hann vatni t.d. úr blómaúðabrúsa. 
 7. Til að auka virknina er gott að láta borðviftu blása á klútinn. ATH! viftan er rafmagnstæki, gætið þess að raki úr klútum eða frá úðabrúsanum komist ekki í viftuna. Viftan þarf að standa í öruggri fjarlægð frá klútum, ekki nær en um það bil tvo metra. Alls ekki breiða klútinn yfir sjálfa viftuna. 
 8. Ef vifta er ekki til staðar gerir klúturinn samt gagn sérstaklega ef honum er komið fyrir nálægt ofnum, en loftflæði er meira við ofna en aðra staði í íbúðinni. ATH! Ekki er þörf á að breiða klútinn yfir ofninn, nóg er að hann standi á grind við hliðina á ofninum. Gætið varúðar við rafmagnsofna, aldrei má hindra loftflæði að þeim eða breiða neitt yfir þá. 
 9. Ef langvarandi mengun er til staðar þarf að skola klútinn undir rennandi vatni tvisvar á dag og setja hann aftur í matarsódalausnina. 

Mikil mengun utandyra

Ef fólk þarf nauðsynlega að vera utandyra í mikilli mengun sem veldur óþægindum er gagnlegt að hafa blautan klút fyrir vitum en það dregur úr brennisteinsmengun í innöndunarlofti. Klútur vættur í matarsódalausn, eins og lýst er hér að ofan, er þó áhrifaríkari. Athugið að vatnið í klútnum gerir hann mun þéttari þannig að erfiðara er að anda í gegnum hann. Það getur reyndst lasburða einstaklingum erfitt og jafnvel hættulegt. 

Einnig er hægt að taka hefbunda rykgrímu eins og fæst í byggingavöruverslunum og bleyta hana í matarsódalausn. Hins vegar eru rykgrímur það þéttar að vatnið sem bætist við eykur mótstöðu í grímunni og gerir það erfitt að anda í gegnum hana. Því þarf að láta hana þorna alveg sem tekur um sólarhring. 

ATHUGIÐ: Blautir klútar eða rykgrímur sem áður hafa verið bleyttar í matarsódalausn duga aðeins í stuttan tíma (nokkrar mínútur) og hafa ekki sambærilega virkni við gasgrímur. Þetta eru því ekki úrræði sem hægt er að nota í langan tíma og alls ekki í mikilli nálægð við eldgosið. Þar duga einungis gasgrímur en þær eru áhrifaríkasta aðferðin til að draga úr SO2 í innöndunarlofti. Gasgrímur eru hins vegar víða ekki tiltækar og ekki ráðlagðar nema þar sem mikillar mengunar verður vart svo sem nálægt eldstöð og þá samkvæmt sérstökum ráðleggingum yfirvalda.

Sóttvarnalæknir, Umhverfisstofnun, Vinnueftirlitið og almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Nóvember 2014

Almannavarnir hafa tekið saman lista yfir helstu upplýsingaveitur þar sem fjallað er með einum eða öðrum hætti um brennisteinsdíoxíðsmengunina fyrir austan. 
 • Fjarðabyggð - Upplýsingaveita fyrir íbúa, einnig á Facebook. 
 • Loftgæðamælingar í rauntíma á tiltækum mælum, skoðið bláu hnappana. 
 • Veðurviðvaranir ef spár gefa til kynna háan SO2-styrk frá eldgosinu. 
 • Landlæknir - Tilkynningar sem snerta heilbrigðismál vegna SO2 á Austurlandi. 
 • Matvælastofnun - Upplýsingar sem snerta dýr og matvæli vegna gosmengunarinnar. 
 • Almannavarnir - Upplýsingar frá Umhverfisstofnun og/eða heilbrigðisyfirvöldum.
Frá eldgosinu í Holuhrauni losna gosefni út í andrúmsloftið, sem geta haft áhrif á heilsu manna. Algengustu gosefnin eru vatn( H2O), koldíoxíð(CO2) og brennsteinsdíoxíð (SO2). Auk þess losna önnur efni eins og brennisteinsvetni (H2S), vetni (H2), kolmónoxíð (CO), vetnisklóríð (HCl), vetnisflúoríð (HF), og helíum (He), en í minna magni. 

Aðaláhrif á heilsu manna eru af völdum SO2, helstu einkennin eru ertingur í augum, hálsi og öndunarfærum og við háan styrk getur fólk fundið fyrir öndunarörðugleikum. Einstaklingar með undirliggjandi astma, berkjubólgu, lungnaþembu og hjartasjúkdóma er viðkvæmara fyrir SO2, heldur en heilbrigðir einstaklingar og fær einkenni við lægri styrk en aðrir. Þeim er því ráðlagt að hafa öndunarfæralyf tiltæk. Enda þótt ekki séu til áreiðanleg gögn um að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir SO2 er allur varinn bestur og skynsamlegt að ráðleggingar fyrir fólk með undirliggjandi öndunarfærasjúkdóma gildi líka fyrir börnin. 

Það er því áríðandi að fylgjast með styrk SO2 í andrúmslofti. Veðurstofan mælir SO2 við gosstöðvarnar og gerir daglegar spár um styrk SO2 í andrúmslofi sem byggja á SO2 mælingum og veðurfari. Tilgangurinn er að vara almenning við á þeim svæðum þar sem líkur eru á háum styrk og eru niðurstöðurnar eru birtar á heimasíðu Veðurstofunnar. Þættir sem hafa áhrif á styrk SO2 í andrúmslofti eru það magn sem losnar úr gosinu, en auk þess hefur vindstyrkur og vindátt mikil áhrif. 

Það skal ítrekað að ekki er hægt að sjá fyrir allar kringumstæður og því er mikilvægt að bregðast við óvæntri mengun. Almenningur er því hvattur til að bregðast við ef gosmokkur kemur óvænt, halda sig innandyra, loka gluggum og slökkva á loftræstingu, ef þeir verða varir við óþægindi af völdum gosmökksins. 

Umhverfiststofnun mælir styrk SO2 víða um landið, sem hægt er að nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunnar.

Nánari upplýsingar um möguleg einkenni af völdum SO2 við mismunandi styrk í andrúmslofti.

Spurt: Getur Bárðarbunga verið hættuleg fyrir okkur hér á Austurlandinu? Hvernig hætta gæti komið út af henni og hvað á maður að gera ef versta tilfellið verður? Er hægt að undirbúa sig? Hvernig verður fólkið upplýst? 

Svarað: Það er best í þessum aðstæðum að halda ró sinni og fylgjast vel með fréttum og þá sérstaklega tilmælum frá Almannavörnum. Jarvísindastofnun hefur sett fram þrjár sviðsmyndir um mögulegt gos í Báraðarbungu en þar er tekið fram að mikil óvissa sé um framvindu. http://jardvis.hi.is/hugleidingar_um_oskjusig_i_bardarbungu_og_mogulegar_svidsmyndir. Hvað varðar sérstakan undirbúning almennings þá er hann ótímabær og sem fyrr segir best að meta stöðuna eins og hún blasir við á hverjum degi og fylgjast grannt með. Unnið er í upplýsingum á ensku fyrir vef Umhverfisstofnunar www.ust.is og birtist innan tíðar en fréttir á ensku má nálgast á vef RÚV.


Spurt: Getur þessi mengun haft áhrif á fóstur hjá ófrískum konum? Eru ófrískar konur í hættu?

Svarað: Nei. Ófrískar konur eru ekki í meiri hættu en aðrir, segir Sóttvarnalæknir.


Spurt: Gætu ungabörnum í vagni orðið meint af útiverunni? Ætti ég að fylgjast með einhverjum einkennum hjá honum? Á ég að hafa gluggana lokaða heima hjá mér? 

Svarað: Ekki umfram annað fólk enda eru þau í hvíldarstöðu í vagninum, segir Sóttvarnalæknir. Ef viðkvæmu fólki er ráðlagt að halda sig inni við gildir það sama um ungabörnin. Ekki er hægt að mæla með því að ungabörn sofi úti í vögnum meðan sjáanleg mengun er utandyra. Hvað gluggana varðar er hyggilegt að fylgja almennt því sem segir í þessari töflu og gera sömuleiðis þær ráðstafanir þegar Veðurstofan var við háum toppum.


Spurt: Mig langaði að forvitnast um áhrif brennisteinsmengunar á dýr, þá sérstaklega hunda og ketti. Einnig hvort þessi gosefni sem flugu hér yfir í gær (á Reyðarfirði) eru eitthvað að falla til jarðar og hvort ég eigi að sleppa því að hleypa dýrunum út í einhvern tíma á meðan það er að hreinsast. 

Svarað: Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun um loftmengun í kjölfar eldgoss er almennt mikilvægt að tryggja svo kostur er að skepnur gangi ekki á landi nálægt gosstöðvum þar sem hætta er á loftmengun. Koltvísýringur sest í lægðir og getur valdið köfnun.

Forðast álag á skepnur þegar loftmengun er mikil, t.d. hlaup og streituvaldandi aðstæður. Brennisteinsdíoxíð veldur m.a. ertingu í öndurfærum og augum. 

Matvælastofnun hefur svarað þessum spurningum í tilkynningu. Hafirðu frekari spurningar um þetta efni þá bendum við þér á að senda fyrirspurn á mast@mast.is eða hringja í síma 530-4800 en Matvælastofnun sér um allt sem snýr að dýrum og matvælum. 


Spurt: Hér á Seyðisfirði þurfum við nauðsynlega að fá einhverja hjálp og leiðbeiningar um útiveru barnanna. Er ekki hægt að koma upp einhverjum mælitækjum, eða gefa okkur upp ábendingar varðandi vindátt og mögulega móðumengun? Það eru nokkrir loftmengunarmælar til í Reykjavík þar sem verið er að mæla loftmengun vegna útblásturs bifreiða.

Svarað: Það eru ekki til nein áreiðanleg gögnum um að börn séu sérstaklega viðkvæm fyrir SO2, segir Sóttvarnalæknir. Allur er þó varinn bestur og skynsamlegt að meðhöndla þau á sama hátt og fólk meðundirliggjandi öndunarfærasjúkdóma. Hér er tafla sem sýnir fólki rétt viðbrögð út frá styrkleika mengunar.

Þú ættir að fylgjast með viðvörunum um hvert mengunin stefnir á vef Veðurstofunnar Við erum með öll okkar mælitæki í notkun og fáum öruggar mælingar bæði frá Egilsstöðum og Reyðarfirði sem gefa okkur traustar upplýsingar um loftgæði á þeim stöðum. Eins og er höfum við ekki fleiri mæla til umráða en verið er að kanna möguleika til að þétta mælanetið. Þó ekki sé mælistöð t.d. á Seyðisfirði mælum við engu að síður með því fólk skoði bæði mælingar á Egilsstöðum og Reyðarfirði á síðunni loftgæði.is. Þær upplýsingar ásamt spá Veðurstofunnar um dreifingu brennisteinsdíoxís hjálpa til að gera sér grein fyrir líkum á mengun. Að auki er gagnlegt að styðjast við sjónmat en SO2 móðan hefur verið vel sýnileg og ef fólk sér greinilega að þokan er að magnast eða þykkur bakki nálgast þarf að bregðast við í samræmi við það. Aðstæður bjóða þó ekki alltaf upp á sjónmat eins og t.d. í myrkri, hefðbundinni þoku eða rigningu en ef styrkur eykst að ráði finnur fólk venjulega fyrir einkennum í hálsi og/eða augum. Almenna ráðið ef fólk heldur að mengun sé að aukast að ráði er að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitan í húsum og slökkva á loftræstingu þar sem það á við.


Spurt: Eigið þið hjá Umhverfisstofnun til lista yfir mismunandi magn brennisteinsdíoxíðsmengunar og hvernig mismundi grímur geta varið öndunarfæri ? 

Svarað: Já, við erum með töflu sem sýnir skýrt hvað áhrif mismunandi styrkur brennissteinsdíokíðsmengunar hefur bæði á þá sem sem er heilbrigðir og svo hina sem veikari eru fyrir. Hvað grímurnar varð þá duga rykgrímur og einföld hlífðargleraugu ekki því um er að ræða gas en ekki ösku. Aðeins gasgrímur duga til að verjast brennisteinsdíoxíði. Þar sem mengunin kemur í stuttum toppum í byggð er ekki ástæða að mæla með því við almenning að koma sér upp slíkum búnaði. Rakur klútur fyrir vitum getur þó komið að einhverju gagni ef fólk þarf nauðsynlega að vera úti þegar topparnir ganga yfir.


Spurt: Er nokkur leið að vita fyrirfram hvenær búast má við mengunartoppum?

Svarað: Já Veðurstofan gefur daglega út spá um dreifingu brennisteinsdíoxiðs á vefsíðu sinni


Spurt: Er í lagi að skoða gosið ef ég er rétt utan við lokunarsvæðið? 

Svarað: Þeim mun nær sem þú ert gosinu þeim mun meiri styrkur er í umhverfinu. Þetta þarf að meta vandlega hverju sinni. Talsvert hár styrkur brennisteinsdíoxíðs getur verið utan lokunarsvæðis eins og dæmin sanna. Ekki er hægt að mæla með því að nálgast gosstöðvarnar ef vindátt er þannig að vind leggur frá gosstöðvunum að þeim stað sem maður er staddur á. Mikið hitauppstreymi er frá hrauninu og í raun skapar það sitt eigið veðrakerfi og vísindamenn á svæðinu hafa skýrst frá því að vindátt geti breyst mjög snöggt nálægt gosstöðvunum þó svo að meginvindur í landshlutanum sé stöðugur.


Spurt: Hvernig lítur brennisteinsdíoxíð út þegar það sest á vegg og hvernig er bragðið? Á veggjum á baðherbergi hjá mér eru gulbrúnir taumar, eins og gufa hafi myndast inni. Efnið á veggjunum er aðeins seigt, klístrað og bragðið af þessu er beiskt og sætt. 

Svarað: Við hjá Umhverfisstofnun vitum ekki til þess að brennisteinsdíoxíð (SO2) geti lýst sér svona, þó svo að við getum ekki útilokað að einhver efnahvörf geti hafa átt sér stað. Bragðið af brennisteinsdíoxíði er rammt eða beiskt. Við mælum þó ekki með því að bragða af svona útfellingum. Það væri mjög gagnlegt fyrir okkur að fá nánari upplýsingar um staðsetningu húsnæðisins og jafnvel myndir af veggnum í innhólfið.


Spurt: Hafið þið verið að fá e-r ábendingar um að járn þar sem bláa móðan frá gosinu ryðgi snögglega? 

Svarað: Umhverfisstofnun hefur fengið eina ábendingu um aukna ryðmyndun. Sum þeirra efna sem eru í gosmekkinum eru tærandi þannig að það er mjög sennilegt að tæring málma aukist við þessar aðstæður.


Spurt: Ég var að skoða mælir á Akureyri og við erum hérna á leikskóla og einhverjir eru að kvarta um óþægindi. Er það rétt hjá mér að mæling á mengun sé óveruleg og ætti ekki að þurfa að halda börnum inni?

Svarað: Við sjáum sem stendur enga mengunartoppa á Akureyri sem kalla á sérstakar ráðstafanir. Almannavarnir senda út tilkynningar þegar megnun fer á varasamt stig. En ef fólk finnur fyrir óþægindum og þekktum einkennum eins og sviða í hálsi og augum er betra að lágmarka útiveru. Það er góð þumalputtaregla í þessu ástandi að treysta á eigin skynfæri. Því hins vegar er spáð að móðu frá eldgosinu í Holuhrauni verði vart á stóru svæði næsta sólarhring á þessu svæði og því best að hafa varann á sér og fylgjast vel með fréttum.


Spurt: Hef heyrt að fólk finni fyrir eymslum í hálsi og svona þegar sem mest mengun á sér stað en vitiði eitthvað hvort þetta hefur e-r langvarandi áhrif? Dóttir mín sem er 5 mánaða hefur verið hósta aðeins, samt bara eins og henni klæjar, er að spá hvort þetta sé eitthvað tilfallandi kvef eða hvort þetta geti verið áhrif frá menguninni?

Svarað: Nei, við gerum ekki ráð fyrir neinum langvarandi áhrifum af völdum þessarar tímabundnu mengunar, segir Sóttvarnalæknir.


Spurt: Í töflunni „Áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2" er þá átt við einkenni þegar einstaklingur er úti við og móttækilegur fyrir menguninni eða getur einkennana verið vart þrátt fyrir að fólk sé inni við? 

Svarað: Það er átt við einkenni utandyra, þegar fólk er óvarið menguninni með öllu.


Spurt: Hvernig stendur á því að þegar ég kalla upp mæligildi fyrir loftgæði á Reyðarfirði fæ ég bara kúrvuna fyrir Egilsstaði? Það býr nefnilega líka fólk á fjörðum, ennþá. 

Svarað: Upplýsingarnar fyrir Reyðarfjörð og Egilsstaði eru inn á sömu síðunni, bæði gröfin og tölugildin (Reyðarfjörður fyrir ofan og Egilsstaðir fyrir neðan). Með því að fara inn á slóðina http://www.loftgæði.is/ og smella á Íslandskortið þá er hægt að sjá allar mælingar sem í boði eru.


Spurt: Er í lagi að hengja þvott út á snúru? Þ.e. ég hengi út þvott og svo gengur yfir toppur á 1-2 klst á meðan hann hangir. Er óhætt að nota þennan fatnað eða þarf ég að þvo hann aftur?? 

Svarað: Já, það er í lagi að hengja þvott út á snúru og nota fatnað eftir að toppur gengur yfir, ef lyktin er ekki þeim mun verri. Það er sum sé ekki nauðsynlegt að þvo aftur.


Spurt: Ég bý í Þistilfirði. Hér er mengun frá gosinu og gulbrún mengunarský á himni yfir fjöllunum í suðaustri. Styrkurinn frá loftmengunni er það mikill að maður fær þyngsli yfir höfuðið og sviða í hálsinn. Er gasmælir einhverstaðar á þessu svæði? 

Svarað: Næsti gasmælir er á Mývatni, fylgstu með mælingum hans og einnig spám Veðurstofunnar fyrir svæðið á www.vedur.is.

Volcanic gases with possible effect human health are released into the atmosphere from the eruption in Holuhrauni. The most abundant gases are water ( H2O), carbon dioxide (CO2) and sulfur dioxide (SO2). Other substances such as hydrogen sulfide (H2S), hydrogen(H2), carbon monoxide (CO), hydrogen chloride (HCl), hydrogen fluoride (HF) og helium (He) are also released, but in smaller amounts. 

The human health effect is mainly caused by SO2, the most common symptoms are irritation in eyes, throat and respiratory tract and people can experience difficulties in breathing in high concentrations of SO2. Persons with asthma, bronchitis, emphysema and heart diseases are more sensitive compared to healthy people and develop symptoms at lower concentrations compared to others. They are adviced to have their respiratory medication available. It is wise to use the same recommendations for children as for people with underlying respiratory diseases, although no reliable data on children and SO2 is available. 

It is therefore of importance to monitor the concentration of SO2 in the atmosphere. The Icelandic Met Office mesasures SO2 at the eruption site and developes daily forcasts on SO2 concentration in the atmosphere that are based on SO2 measurements and weather conditions. The purpose is to alert the public in areas where high concentration can be expected and the results are published on The Icelandic Met Office home page. The amount of SO2 that are released in the eruption is an important factor, but the wind direction and force also have a large impact on the concentration of SO2 in the athmosphere. 

It should be reiterated that it is impossible to foresee all circumstances and it is therefore crucial to respond to unexpected events. The general public is encouraged to respond if an unextpected plume appears, stay indoors, close windows and turn of the air conditioning if they experience symptoms from the plume. 

The Envrionment Agency of Iceland measures SO2 in various locations, information is available at the home page for the agency.

Further information on symptoms caused by SO2 at different concentration levels is avaiable in this table.

Health Effects of Short-term Volcanic SO2 Exposure and Recommended Actions 

The colors in the table indicate the average concentration of SO2 for 10-15 minutes. The health effects depend both on the time of SO2 exposure and SO2 concentration. Health effect limits are defined as the average concentration of SO2 of 350 µg/m3 for one hour or 125 µg/m3 for 24 hours.

 

Concentration of SO2 Air quality description Recommended actions
μg/m3
ppm  All children. Sensitive Groups *
Healthy individuals
    Good    
0-350 
0-0.1 Poses little or no health risk. Can experience mild respiratory symptoms. No health effects expected.
    Moderate    
350- 600
0.1-0.2  May cause respiratory symptoms in individuals with underlying diseases. Caution advised. Follow SO2 measurements closely. Avoid outdoor activities. Shut down air conditioning. Health effects unlikely. Shut down air conditioning.
    Unhealthy for sensitive individuals    
600-2,600
0.2-0.7 Individuals with underlying diseases likely to experience respiratory symptoms. Health effects unlikely in healthy individuals. Avoid outdoor activities. Shut down air conditioning. Health effects not expected. Heavy outdoor activities not advised.
    Unhealthy    
2,600-9,000
0.7-3.0 Everyone may experience respiratory symptoms especially individuals with underlying diseases. Remain indoors and close the windows. Shut down air conditioning. Avoid outdoor activities. Remaining indoors advised. Close the windows and shut down air conditioning.
2,600 1.0  Working limits fro 15 minutes All work forbidden except with use of gas masks.  All work forbidden except with use of gas masks. 
    Very unhealthy    
9,000-14,000
3.0-5.0 Everyone may experience more severe respiratory symptoms. Remain indoors and close the windows. Shut down air conditioning. Follow closely official advises. Remain indoors and close the windows. Shut down air conditioning. Follow closely official advises.
    Hazardous    
>14,000
>5.0 Serious respiratory symptoms expected. Remain indoors and close the windows. Shut down air conditioning. Follow closely official advises. Remain indoors and close the windows. Shut down air conditioning. Follow closely official advises.

*Children and adults with pre-existing bronchial asthma, bronchitis, emphysema and/or heart diseases.

Working limits: 

If the average SO2 concentration exceeds 1.300 µg/m3 for 8 hours, the working period has to be shortened proportionally to the SO2 concentration or appropriate gas masks have to be used. It the average SO2 concentration exceeds 2.600 µg/m3 for 15 minutes, all work has to be stopped or appropriate gas masks have to be used.

See Administration of Occupational Safety and Health

General recommendations: 

 • Individuals with pre-existing pulmonary and heart diseases are encouraged to have their medications readily available. 
 • Breathe with your nose as much as possible and avoid physical exercise outdoors during heavy pollution as this will reduce the amount of SO2 reaching the lungs. 
 • Remaining indoors with windows closed and air conditioning shut down provides a significant protection against the pollution. 

Further measures: 

During heavy SO2 pollution and if you experience respiratory difficulties, even indoors, you can take the following measures to reduce the concentration of SO2 in the air by preparing a simple air cleaning device. 

 1. Take 5 grams of ordinary baking soda and dilute it in 1 liter of water. 
 2. Soak a piece of cloth, e.g. a dish towel, a thin towel or an old fashioned flat cloth diaper in the solution. 
 3. Wring most of the water from the cloth so that no water leaks from it. 
 4. Fasten the damp cloth on to some sort of frame, e.g. a drying rack, and fasten it on all sides of the rack, for instance by means of clothespins. 
 5. Place the rack in the room where the air is to be cleaned. 
 6. The cloth must be kept damp if it is to continue to work as intended and to keep its moisture you should spray it with water, e.g. from a flower spray bottle. 
 7. In order to increase the effect let a table top fan blow air on the cloth. NB! The fan is an electric tool, so take care that moisture from the cloth or the spray bottle does not reach the fan. The fan must be situated at a safe distance from the cloth, no closer than about two meters. By no means spread the cloth over the fan itself. 
 8. If a fan is not available the cloth will still be effective, particularly if placed close to wall heaters since there is more air flow in the proximity of heaters than in other places in the home. NB! There is no need to spread the cloth over the heater, it is sufficient to place it on a rack by the side of it. Be careful with electric heaters as the air flow around them must not be restricted and they must never be covered. 
 9. If a high concentration of SO2 continues for a long period the cloth must be rinsed in running water two times a day and placed in the baking soda solution. 

High concentration of SO2 outdoors 

If people must stay outdoors during a high concentration of SO2 that causes respiratory difficulties, it is helpful to hold a damp cloth to your mouth and nose as this will reduce the amount of SO2 in the air you inhale. A cloth soaked in a baking soda solution, as described above, is still more effective, however. Please note that water makes the cloth less permeable so that breathing through it is more difficult. This can prove difficult or even dangerous for weak individuals. 

You can also use a traditional dust mask that can be obtained in hardware stores and soak it in baking soda solution. Dust masks, however, are so impermeable that the added water increases their resistance and makes them hard to breathe through. The mask must therefore be fully dried before use, which takes about 24 hours. 

ATTENTION: Damp cloths and dust masks that have been soaked in baking soda solution only work for a short while (several minutes) and are not nearly as effective as gas masks. This is therefore not a long lasting measure and cannot at all be used very close to the eruption site. In that area, the use of gas masks is the only effective way of reducing SO2 in inhaled air. Gas masks, however, are not widely available and their use is not advised unless in circumstances where the SO2 concentration is very high as in the proximity of an eruption site, and according to official recommendations. 

The Chief Epidemiologist for Iceland, the Environmental Agency, the Administration of Occupational Safety and Health and the Civil Protection. October 2014.

FAQ

Question: I am supposed to be in Seyðisfjörður from September 13th (tomorrow) to 15th to hike some or the mountains there. I know there is an air quality advisory for no physical activity outdoors in a nearby fjord. Should I be concerned about the air quality in Seyðisfjörður and hiking? Would it be advised to not follow through with these plans?

Answer: We cannot not recommend difficult hiking in this area at this time because hiking causes you to inhale heavily. Short walks are fine if the air quality is good, but longer walks are not wise since the situation can change very quickly. It´s also neccessary to be close to transportation or shelter when the level of pollution gets high and you might experience symptoms. Pollution predictions are posted on the engilsh website of the Icelandic Met Office. Also you can get the latest news at the website of RUV, the National Broadcasting Service of Iceland. Air Quality Measurements in Iceland (blue buttons).


Question: Are there any predictions about the sulfur pollution for the next days? Can we follow the situation on the internet? 

Answer: We don´t have any new information at this moment but allt predictions are posted on the engilsh website of the Icelandic Met Office www.vedur.is. Also you can get the latest news at the website of RUV, the National Broadcasting Service of Iceland and on-line data about air pollution at the EA website.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira