Parísarsamningurinn

Þann 4. nóvember síðastliðinn gekk Parísarsamningurinn um aðgerðir gegn loftslagsbreytingum í gildi á heimsvísu. Samningurinn var samþykktur í París 12. desember 2015 og undirritaður af Íslandi 22. apríl 2016, fullgilltur af Alþingi 19. september 2016.

Parísarsamningurinn er samkomulag undir Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Climate Change - UNFCCC). Markmið samningsins er að halda hækkun hitastigs jarðar undir 2°C miðað við meðalhitastig við upphaf iðnvæðingarinnar, en jafnframt skuli leitast við að halda hækkuninni undir 1,5°C. Að auki miðar samningurinn að því að efla getu ríkja til að takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga með aðlögun og stuðningi þróaðra ríkja við þróunarríki og viðkvæmari lönd.

Samkvæmt samningnum skulu aðildarríkin setja sér markmið um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, svonefnd landsákvörðuð framlög (Nationally Determined Contributions – NDC´s). Samningurinn setur lagalegan ramma utan um skuldbindingar ríkjanna og nær til aðgerða eftir árið 2020, en þá lýkur tímabili skuldbindinga ríkja í Kýóto-bókuninni. Ísland skilaði upplýsingum um sín landsákvörðuðu framlög Íslands til Loftslagssamningsins 30. júní 2015, þar sem stefnt er að 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030, miðað við 1990, í samstarfi við aðildaríki ESB og Noreg.

Sameiginleg markmið með ESB og Noregi

Framkvæmdastjórn ESB birti í júlí 2016 tillögu að reglugerð um bindandi árlegan samdrátt aðildaríkjanna á losun gróðurhúsalofttegunda á árunum 2021 til 2030 og er hluti af regluverki ESB sem innleiðir skuldbindingar ESB samkvæmt Parísarsamningnum. Regluverkið mun ekki ná til losunar frá flugstarfsemi þar sem Parísarsamningurinn tekur ekki til losunar frá alþjóðlegri flugstarfsemi. Stefnt er að því að takmarka losun frá flugstarfsemi með tilkomu alþjóðasamkomulags Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO)

Samkvæmt tillögu ESB skal ná markmiðum um 40% samdrátt í losun árið 2030 miðaða við 1990, með því að draga úr losun um;

  • 43% árið 2030 frá iðnaði er fellur undir viðskiptakerfi ESB , miðað við losun árið 2005.
  • 30% árið 2030 frá uppsprettum sem ekki falla undir gildissvið viðskiptakerfis ESB,miðað við árið 2005.

Skuldbindingar Íslands

Það er næsta víst að skuldbindingar Íslands og Noregs munu fara í stórum dráttum eftir þeim reglum og viðmiðum sem er að finna í tillögum ESB. Tillögurnar eru í vinnslu innan ESB og ljóst er að ESB mun ekki ganga frá formlegu samkomulagi við Ísland og Noreg fyrr en að því ferli loknu. Þetta þýðir að líklega verður samkomulag við ESB ekki í höfn fyrr en í lok árs 2017 og mögulega ekki fyrr en 2018.

 

Viðskiptakerfi ESB hefur verið starfrækt innan ESB frá árinu 2005 og hefur Ísland verið þátttakandi í viðskiptakerfinu frá árinu 2008. Árið 2014 féllu um 40% af losun Íslands undir viðskiptakerfið og í því felst að rekstraraðilar sem bera ábyrgð á þeirri losun skulu árlega skila vottaðri skýrslu og losunarheimildum  í samræmi við losun undangengins árs. Í júlí 2015 birti framkvæmdastjórn ESB tillögu að uppfærðu regluverki fyrir viðskiptakerfið og hvernig ná skuli 43% samdrætti til ársins 2030, miðað við árið 2005.

Þegar kemur að skuldbindingum Íslands um að draga úr losun frá uppsprettum sem ekki falla undir viðskiptakerfi ESB, er líklegt að krafa á Íslandi verði á bilinu 35%-40%, til ársins 2030, miðað við losun 2005.

 

Eftirfarandi mynd sýnir losun gróðurhúsalofttegunda á Íslands (án landnotkunar), skipt eftir uppsprettum, með þeirri losun er fellur undir viðskiptakerfið á árunum 1990 til 2015. Frá árinu 1990, hefur heildarlosun Íslands (án landnotkunar) aukist um 28%.

 

Created with Highcharts 4.1.8 Chart context menu Ár kt. CO2-ígildiLosun Íslands án landnotkunar 1990-2015 (kt. CO2-ígildi)OrkaIðnaðarferlarLandbúnaðurÚrgangur1990199520002005201020150k1k2k3k4k5k6k 1990Orka: 1 776.80 (50%)Iðnaðarferlar: 954.20 (27%)Landbúnaður: 646.64 (18%)Úrgangur: 163.80 (5%)Highcharts.com

Ef heildarlosun Íslands, sem fellur undir Parísarsamninginn, er skoðuð eftir því hvort að hún falli undir viðskiptakerfi ESB (ESB markmið um 43% samdrátt m.v. 2005) eða komi frá öðrum uppprettum (ESB markmið um 30% m.v. 2005) sést að um það bil 40% af losun Íslands kemur frá rekstraðilum er falla undir viðskiptakerfið.

 

Created with Highcharts 4.1.8 Chart context menu Ár kt. CO2-ígildiSkipting GHL losun Íslands milli losunar er fellur undur viðskiptakerfiESB og annarrar losunar er myndi falla undir sameiginleg markmið meðESB og Noregi til að uppfylla Parísarsamninginn Skipting GHL losun Íslands milli losunar er fellur undur viðskiptakerfi ESB og annarrar losunar er myndi falla undir sameiginleg markmið með ESB og Noregi til að uppfylla Parísarsamninginn Viðskiptakerfi ESB (staðbundinn iðnaður)Losun án viðskiptakerfis ESB og flugs20052006200720082009201020112012201320140k1k2k3k4k5k6k Highcharts.com

Sú losun er myndi falla undir sameiginleg markmið Íslands með ESB og Noregi hefur dregist saman um 8,5% síðan 2005 en líklegt er að það verði krafa á Íslandi um að draga úr um 35%-40% miðað við 2005. Megin uppspretta þeirrar losunar er frá orkugeiranum (tæplega 62%), sem er að stærstum hluta losun frá bruna á eldsneyti vegna t.d. vegasamgangna og fiskiskipa. Landbúnaðurinn er næst stærsti flokkurinn og er uppspretta um tæplega 23% þeirrar losunar sem ekki fellur undir viðskiptakerfið.

 

Created with Highcharts 4.1.8 Chart context menu Ár kt. CO2-ígildiSkipting losun GHL er myndi falla undir sameiginleg markmið með ESBog Noregi, en ekki viðskiptakerfi ESB Skipting losun GHL er myndi falla undir sameiginleg markmið með ESB og Noregi, en ekki viðskiptakerfi ESB OrkaIðnaðarferlarLandbúnaðurÚrgangur200620082010201220140k1k2k3k4k Highcharts.com
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira