Alcoa-Fjarðarál, Reyðarfirði

Starfsleyfi þetta gildir fyrir álver Alcoa Fjarðaáls sf., (kt. 520303-4210), til framleiðslu áls á iðnaðarsvæðinu á lóð nr. 1, Hrauni í Reyðarfirði.

Helstu umhverfiskröfur

 


Magn mengunarefna í útblásturslofti (hreinsuðu gasi frá kerum og ræstilofti frá kerskála) skal ekki vera yfir neðangreindum mörkum miðað við heildarframleiðslu álversins: 

 Mengunarefni
 Ársmeðaltal
kg/t Al
 Mánaðarmeðaltal
kg/t Al
 Heildarflúoríð

  0,35

  0,80

 Ryk

 1,0

  1,3

 Brennisteinssambönd*

 18,0

 18,5

- brennisteinsdíoxíð frá forskautum

 13,5

  14,0

- brennisteinsdíoxíð frá súráli

  3,0

  3,0

 * Brennisteinssambönd skal hér umreikna sem brennisteinsdíoxíð.

Losun flúorkolefna skal frá og með 1. janúar 2011 vera innan við 0,140 tonn af koldíoxíðígildum á framleitt tonn af áli mælt sem ársmeðaltal.

Frekari upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 1. desember 2026. 

Áætlanir

Eftirlitsskýrslur     

Eftirfylgni frávika

Vottun

Ársfjórðungsskýrslur

Umhverfisvöktun

 

Grænt bókhald

Útstreymisbókhald

Fréttir

Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði

14. des. 2018

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 9.800 tonnum af laxi frjóum eða ófrjóum ( að hámarki 6.000 tonn af frjóum laxi) í Berufirði. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar og gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á tímabilinu 14.desember 2018 til og með 18.janúar 2019.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Fáskrúðsfirði

14. des. 2018

Þann 5. janúar 2017 sótti Fiskeldi Austfjarða hf. um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar til eldis sjávarlífvera í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Umhverfisstofnun ákvað að fara með málið sem tvær umsóknir í stað einnar.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira