CRI, Svartsengi

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Carbon Recycling International ehf. kt. 530306-0540 til endurvinnslu á koldíoxíði úr útblæstri í Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 21. mars 2035.

Fréttir

Útgáfa starfsleyfis fyrir metanólverksmiðju CRI hf. í Svartsengi

29. mars 2019

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir CRI hf. til að framleiða metanól úr allt að 16,5 tonnum á dag af koldíoxíði og framleiðslu á allt að 12 tonn af metanóli á dag með hjálp efnahvata og raforku og allt að 4.000 tonn af metanóli á ári, auk reksturs vetnisrafgreina, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir starfsemina, svo sem rannsóknarstofu.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir CRI hf

24. jan. 2019

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að starfsleyfi fyrir CRI hf. Í tillögunni er lagt til að heimilt verði að framleiða metanól úr allt að 16,5 tonnum á dag af koldíoxíði og framleiða allt að 12 tonn af metanóli á dag með hjálp efnahvata og raforku og allt að 4.000 tonn af metanóli á ári, auk reksturs vetnisrafgreina, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir starfsemina, svo sem rannsóknarstofu. Starfsemin verður í metanólverksmiðju fyrirtækisins í Svartsengi, Grindavíkurbæ.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira