Síldarvinnslan, Neskaupstað

Starfsleyfi þetta gildir fyrir fiskmjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar h.f., Hafnarbraut 6, 740 Neskaupsstaður, kennitala 570269-7479.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 19.3.2031.

Fréttir

Sótt um breytingu á starfsleyfi Síldarvinnslunnar hf á Neskaupstað

15. okt. 2018

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Síldarvinnslunnar hf. á Neskaupstað þar sem farið er fram á að vegna breyttrar forsendna verði losunarmörk í grein 2.9 í miðuð við að þau gildi ekki ef keyrslutími olíubrennara er undir 3% af heildarkeyrslutíma verksmiðjunnar.
Meira...

Starfsleyfi veitt fyrir fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað

20. mars 2015

Umhverfisstofnun hefur veitt Síldarvinnslunni hf. starfsleyfi fyrir rekstur fiskimjölsverksmiðju við Naustahvamm 67-69 á Neskaupsstað. Nýja leyfið veitir heimild til að framleiða úr allt að 1400 tonnum af hráefni á sólarhring, en er það aukning frá eldra starfsleyfi verksmiðjunnar sem er nú fallið úr gildi, en gilti það leyfi fyrir allt að 1100 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Starfsleyfistillaga fyrir Síldarvinnsluna Neskaupsstað

16. des. 2014

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn Síldarvinnslunnar hf. að endurnýjun starfsleyfis fyrir fiskimjölsverksmiðju fyrirtækisins á Neskaupsstað. Í tillögunni er lagt til að rekstraraðila sé heimilt að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 1400 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira