Grænt bókhald

Grænt bókhald er skilgreint sem efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar um hvernig umhverfismálum er háttað í viðkomandi starfsemi, aðallega í formi tölulegraupplýsinga. Grænt bókhald er sett fram í skýrslu þar sem fram koma niðurstöðurgræns bókhalds fyrir hvert bókhaldstímabil , sbr. skilgreiningar í reglugerð nr.851/2002 um grænt bókhald. Bókhaldsaðilar græns bókhalds er atvinnustarfsemi semháð er starfsleyfi samkvæmt 5. gr. laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr.7/1998, með síðari breytingum. Hvaða atvinnustarfssemi um ræðir er tilgreint ífylgiskjali með reglugerðinni.

Grænt bókhald getur nýst fyrirtækjum á marga vegu. Með bókhaldinu eru gefnarupplýsingar um þá þætti sem valda neikvæðum umhverfisáhrifum framleiðslunnar.Stjórn fyrirtækisins getur notað skýrsluna um grænt bókhald til að koma stefnu sinni íumhverfismálum á framfæri og einnig til að draga fram það sem betur mætti fara viðreksturinn. Fyrirtæki geta nýtt sér skýrslu um grænt bókhald í því skyni að veitaupplýsingar til almennings um fyrirtækið jafnframt því að með skýrslunni geturfyrirtækið treyst ímynd sína í samfélaginu.

Þegar um er að ræða fyrirtæki með umfangsmikinn rekstur, eins og stórsjávarútvegsfyrirtæki, verður stjórn fyrirtækisins að ákveða hvort fjalla skuli umumhverfisáhrif allrar starfseminnar í einu eða hvort aðeins sé gerð skýrsla um græntbókhald fyrir þær rekstrareiningar fyrirtækisins sem skylt er að færa slíkt bókhaldfyrir. Ennfremur geta fyrirtæki sem reka margar verksmiðjur ákveðið að gefa út einaskýrslu með upplýsingum um allar verksmiðjurnar, eða gefið út skýrslur fyrir hverjaverksmiðju fyrir sig.

Skýrslu um grænt bókhald má einnig nota innan fyrirtækisins til að fá yfirlit yfirnotkun hráefna og helstu umhverfisáhrif, sem síðar getur leitt til virkrar stýringar ogtakmörkunar á óæskilegum umhverfisáhrifum, sem og betri nýtingar hráefna,sparnaðar og mögulegra úrbóta við framleiðsluna.

Ef kostnaðarhlið rekstrarreiknings fyrirtækisins er skoðuð má sjá mikilvægarupplýsingar um virkni fyrirtækisins í umhverfismálum. Dæmi um slíkt er kostnaðurvið förgun sorps og eldsneytisnotkun fyrirtækisins. Grænt bókhald gefur sambærilegarupplýsingar á sviði umhverfismála og fjárhagsbókhald fyrir rekstrarafkomufyrirtækisins.

Grænt bókhald er mikilvægur hlekkur í virkri umhverfisstjórnun og fyrir fyrirtækisem eru að fikra sig í átt til virkra umhverfisstjórnunarkerfa getur vinna við gerðfyrstu skýrslu um grænt bókhald verið undirstaða innleiðingarumhverfisstjórnunarkerfis. Færsla græns bókhalds krefst forgangsröðunar ogskipulagningar í anda umhverfisstjórnunar. Þær upplýsingar sem safnast við vinnslugræns bókhalds má nota beint í umhverfisúttekt sem er eitt af fyrstu skrefunum viðuppbyggingu umhverfisstjórnunarkerfis. Skýrsla um grænt bókhald kemur þó ekki ístaðinn fyrir umhverfisstjórnunarkerfi, en getur verið liður í því.

 • Orkuiðnaður

  •     Brennslustöðvar með meiri nafnhitaafköst en 50 MW
  •     Jarðolíu- og gashreinsunarstöðvar
  •     Koksverksmiðjur
  •     Iðjuver þar sem kolagösun og þétting fer fram
 • Framleiðsla og vinnsla málma

  •     Álframleiðsla
  •     Kísiljárnframleiðsla
  •     Kísilmálmframleiðsla
  •     Kísil- og kísilgúrframleiðsla
  •     Járn- og stálframleiðsla
  •     Sinkframleiðsla
  •     Framleiðsla á magnesíum og efnasamböndum sem innihalda magnesíum
 • Jarðefnaiðnaður

  •     Sements- og kalkframleiðsla
  •     Stöðvar þar sem vinnsla asbests og framleiðsla vara sem innihalda asbest fer fram
  •     Glerullarframleiðsla. Stöðvar þar sem framleiðsla glers, einnig glertrefja, fer fram og sem geta brætt meira en 20 tonn á dag
  •     Steinullarframleiðsla. Stöðvar þar sem bræðsla jarðefna, einnig steinullartrefja, fer fram og sem geta brætt meira en 20 tonn á dag
  •     Stöðvar þar sem framleiðsla leirvara fer fram með brennslu, einkum þakflísa, múrsteina, eldfastra múrsteina, flísa, leirmuna eða postulíns, sem geta framleitt meira en 75 tonn á dag og/eða rúmtak ofns er meira en 4 m³ og setþéttleiki hans er meiri en 300 kg/m³
 • Efnaiðnaður - með framleiðslu í starfsemi sem fellur undir þennan þátt er átt við mikla framleiðslu með efnafræðilegri vinnslu efna eða flokka efna

  • Efnaverksmiðjur sem framleiða lífræn grunnefni, svo sem:
   •  einföld vetniskolefni,  
   •  vetniskolefni með súrefni, svo sem alkóhól, aldehýð, ketón, karboxýlsýrur, estera, asetöt, etera, peroxíð, epoxýresín,  
   •  brennisteinsvetniskolefni,  
   •  köfnunarefnisvetniskolefni, svo sem amín, amíð, nítursambönd, nítrósambönd eða nítratsambönd, nítríl, sýanöt, ísósýanöt,  
   •  vetniskolefni með fosfór,  
   •  halógenvetniskolefni,  
   •  lífræn málmsambönd,  
   •  plastefni,  
   •  gervigúmmí,  
   •  litarefni og dreifuliti,  
   •  yfirborðsvirk efni. 
  • Efnaverksmiðjur sem framleiða ólífræn grunnefni, svo sem:  
   •  gös, svo sem ammóníak, klór eða vetnisklóríð, flúor eða vetnisflúoríð, koloxíð, brennisteinssambönd, köfnunarefnisoxíð, vetni, brennisteinsdíoxíð, karbónýlklóríð,  
   •  sýrur, svo sem krómsýru, flúorsýru, fosfórsýru, saltpéturssýru, saltsýru, brennisteinssýru, óleum, brennisteinstvísýrling,  
   •  basa, svo sem ammóníumhýdroxíð, kalíumhýdroxíð, natríumhýdroxíð,  
   •  sölt, svo sem ammóníumklóríð, kalíumklórat, kalíumkarbónat, natríumkarbónat, perbórat, silfurnítrat,  
   •  málmleysingja, málmoxíð eða önnur ólífræn sambönd, svo sem kalsíumkarbíð, kísil, kísilkarbíð. 
  • Áburðarframleiðsla. Efnaverksmiðjur sem framleiða áburð sem inniheldur fosfór, köfnunarefni eða kalíum (einnig áburðarblöndur). 
  • Efnaverksmiðjur sem framleiða grunnvörur fyrir plöntuheilbrigði og sæfiefni. 
  • Stöðvar þar sem notaðar eru efnafræðilegar og líffræðilegar aðferðir við framleiðslu grunnlyfjavara. 
  • Efnaverksmiðjur sem framleiða sprengiefni. 
  • Kítín- og kítosanframleiðsla. 
  • Lím- og málningarvöruframleiðsla. 
 • Úrgangsstarfsemi

  • Stöðvar fyrir meðhöndlun, förgun eða endurnýtingu spilliefna. 
  • Stöðvar fyrir sorpbrennslu sem geta afkastað meira en 3 tonnum á klukkustund. 
  • Stöðvar fyrir förgun úrgangs annars en spilliefna sem geta afkastað meira en 50 tonnum á dag. 
  • Urðunarstaðir sem taka við meira en 10 tonnum á dag eða geta afkastað meira í heild en 25.000 tonnum af óvirkum úrgangi. 
 • Önnur starfsemi

  • Pappírs- og trjákvoðuframleiðsla. Iðjuver sem framleiða:  
   •  deig úr viði eða önnur trefjaefni,  
   •  pappír og pappa og geta framleitt meira en 20 tonn á dag. 
  • Stöðvar þar sem fram fer formeðferð eða litun trefja eða textílefna og vinnslugeta er meiri en 10 tonn á dag. 
  • Sútunarverksmiðjur. Stöðvar þar sem fram fer sútun á húðum og skinnum og vinnslugeta er meiri en 12 tonn af fullunninni vöru á dag. 
  • Matvælavinnsla: 
   •  Sláturhús sem geta framleitt meira en 50 tonn af skrokkum á dag.  
   •  Meðferð og vinnsla fyrir matvælaframleiðslu úr:  
    •  hráefnum af dýrum, öðrum en mjólk, þar sem hægt er að framleiða meira en 75 tonn af fullunninni vöru á dag,  
    •  hráefnum af jurtum þar sem hægt er að framleiða að meðaltali meira en 300 tonn af fullunninni vöru á dag. 
   •  Meðferð og vinnsla mjólkur, tekið er á móti meira en 200 tonnum af mjólk á dag miðað við meðaltal á ársgrundvelli. 
  • Stöðvar þar sem förgun eða endurvinnsla skrokka og úrgangs af dýrum fer fram og afkastageta er meiri en 10 tonn á dag. 
  • Stöðvar þar sem þauleldi alifugla eða svína fer fram með fleiri en:  
   •  40.000 stæði fyrir alifugla,  
   •  2.000 stæði fyrir alisvín yfir 30 kg eða  
   •  750 stæði fyrir gyltur. 
  • Stöðvar þar sem fram fer yfirborðsmeðferð efna, hluta eða afurða með lífrænum leysiefnum, einkum pressun, prentun, húðun, fituhreinsun, vatnsþétting, meðhöndlun eða þakning með límvatni, málun, hreinsun eða gegndreyping og meira en 150 kg eru notuð á klukkustund eða meira en 200 tonn á ári. 
  • Stöðvar þar sem fram fer framleiðsla kolefna eða rafgrafíts með brennslu eða umbreytingu í grafít. 
  • Fiskimjölsverksmiðjur með meiri framleiðsluafköst en 400 tonn á sólarhring. 
  • Eldi sjávar- og ferskvatnslífvera þar sem ársframleiðsla er meiri en 200 tonn og fráveita til sjávar eða ársframleiðsla er meiri en 20 tonn og fráveita í ferskvatn. 
  • Olíumalar- og malbikunarstöðvar með fasta staðsetningu.

2003

2005

2007

2009

2011

2013

2004

2006

2008

2010

2012

2014

2015

2016

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira