Starfsleyfistillögur í auglýsingu

14.12.2018 15:59

Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. Fáskrúðsfirði til auglýsingar

Þann 5. janúar 2017 sótti Fiskeldi Austfjarða hf. um starfsleyfi til Umhverfisstofnunar til eldis sjávarlífvera í Berufirði og Fáskrúðsfirði. Umhverfisstofnun ákvað að fara með málið sem tvær umsóknir í stað einnar.Nánar ...

14.12.2018 15:42

Tillaga að starfsleyfi Fiskeldis Austfjarða hf. í Berufirði til auglýsingar

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 9.800 tonnum af laxi frjóum eða ófrjóum ( að hámarki 6.000 tonn af frjóum laxi) í Berufirði. Tillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á vefsíðu Umhverfisstofnunar og gefst tækifæri til að koma með athugasemdir á tímabilinu 14.desember 2018 til og með 18.janúar 2019.Nánar ...

14.12.2018 11:51

Tillaga að starfsleyfi fyrir kjúklingabú að Jarlsstöðum í Rangárþingi ytra

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Reykjagarð hf. til þauleldis með stæðum fyrir allt að 60.000 kjúklinga á hverjum tíma í eldishúsum að Jarlsstöðum í Rangárþingi ytra.Nánar ...

26.11.2018 15:36

Tillaga að starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf Öxarfirði, Norðurþingi.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum af laxi og/eða bleikju að Núpsmýri í Öxarfirði.Nánar ...

15.11.2018 08:47

Tillaga að starfsleyfi fyrir Háafell ehf. Nauteyri, Strandabyggð

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Háafell ehf. til framleiðslu á allt að 800 tonna seiðaeldi laxa- og regnbogasilungs ári við Ísafjarðardjúp að Nauteyri í Strandabyggð.Nánar ...

31.10.2018 13:35

Tillaga að starfsleyfi fyrir Matís ohf. að Árleyni 2a í Reykjavík

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Matís ohf. til frammleiðslu á allt að 2 tonnum á ári af lagardýrum (öll dýr með kalt blóð sem lifa og geta afkvæmi í sjó eða fersku vatni, s.s. fiskar, lindýr, krabbadýr og skrápdýr) til rannsókna í starfsstöð sinni að Árleyni 2a, 112 Reykjavík. Nánar ...

20.09.2018 09:25

Tillaga að starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. Gufunesi.

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. til reksturs spilliefnamóttöku í Gufunesi, 112 Reykjavík. Nánar ...

17.08.2018 10:51

Tillaga að starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. að Norður-Botni, Tálknafirði

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Arctic Smolt hf. til framleiðslu á allt að 1.000 tonnum á ári af laxa- og regnbogasilungsseiðum í landeldi að Norður-Botni, Tálknafirði. Nánar ...

10.07.2018 08:53

Tillaga að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. í Grímsey

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Olíudreifingu ehf. í Grímsey. Nánar ...

28.06.2018 11:22

Tillaga að starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. að Stað í Grindavík

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að nýju starfsleyfi fyrir Samherja fiskeldi ehf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum á ári af bleikju eða laxi í landeldi að Stað í Grindavík. Rekstaraðilinn er með 1.600 tonna leyfi á sama stað og er því að auka framleiðsluna. Tillagan ásamt umsókn rekstraraðila verður aðgengileg hjá sveitarstjórn Fjarðabyggðar á tímabilinu 29. júní – 30. júlí 2018.Nánar ...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira