Íslenska gámafélagið

Íslenska gámafélagið hefur starfleyfi til að taka á móti allt að 15 þúsund tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, umhleðslu, pökkunar, geymslu og jarðgerðar í Hellislandi, Sveitarfélaginu Árborg.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 13. ágúst 2028.

Frá og með 1. júní 2011 er eftirlit með þessari starfsemi hjá heilbrigðisnefnd. Heilbrigðisnefnd er jafnframt útgefandi starfsleyfis (sbr. 5. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs) 

Fréttir

Fyrsta Svansvottaða prentsmiðjan utan höfuðborgarsvæðisins

13. sept. 2012

Prentmet Suðurlands á Selfossi hefur nú fengið vottun Norræna umhverfismerkisins Svansins til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.
Meira...

Útgefið starfsleyfi Íslenska gámafélagsins

17. ágú. 2012

Þann 13. ágúst 2012 gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins ehf. í Hellislandi, Sveitarfélaginu Árborg.
Meira...

Íslenska gámafélagið - Starfsleyfistillaga í auglýsingu.

06. júní 2012

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir starfsemi Íslenska gámafélagsins ehf. í Hellislandi, Selfossi. Samkvæmt tillögunni verður heimilt að taka á móti allt að 15 þúsund tonnum af úrgangi til meðhöndlunar á ári.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira