Ísafjarðarbær

Starfsleyfi þetta gildir fyrir Ísafjarðarbæ, kt. 540596-2639, fyrir móttöku og meðhöndlun úrgangs í húsnæði og á lóð Funa í Engidal, Ísafjarðarbæ.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 16.2.2028

Eftirlitsskýrslur

Frá og með 1. júní 2011 er eftirlit með þessari starfsemi hjá heilbrigðisnefnd. Heilbrigðisnefnd er jafnframt útgefandi starfsleyfis (sbr. 5. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs)

Fréttir

Móttökustöð Ísafjarðarbæjar

28. feb. 2012

Þann 16. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar í Engidal, Ísafjarðarbæ.
Meira...

Tillaga að starfsleyfi fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar

24. nóv. 2011

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Ísafjarðarbæjar í Engidal, Ísafjarðarbæ. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 20. janúar 2012.
Meira...

Mælingar á díoxíni í jarðvegi og sjávarseti

24. maí 2011

Hafin er sýnataka af jarðvegi og sjávarseti á völdum svæðum hér á landi á vegum Umhverfisstofnunar til mælinga á díoxínum og heildarmagni lífræns kolefnis (TOC). Díoxín er samheiti yfir klóríðrík díoxín og fúrön.
Meira...

Sorpeyðingarstöðin í Vestmannaeyjum

20. apr. 2011

Í byrjun mars s.l fóru fram mælingar á útblæstri frá Sorpeyðingarstöðinni í Vestmannaeyjum. Niðurstöður bárust Umhverfisstofnun nú í apríl.
Meira...

Mælingar á díoxíni

24. mars 2011

janúar s.l fóru fram mælingar á útblæstri sorporkustöðvanna á Kirkjubæjarklaustri og Svínafelli í Öræfum.
Meira...

Borgarafundur í Vestmannaeyjum

04. mars 2011

Haldinn var borgarafundur í Vestmannaeyjum um sorpbrennslur og díoxín. Gunnlaugur Grettisson forseti bæjarstjórnar stýrði fundi. Framsögumenn voru Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, Þorsteinn Ólafsson, frá Matvælastofnun (MAST) og Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Einnig var í pallborði Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Á fundinn mættu um 50 manns.
Meira...

Borgarafundur á Ísafirði

25. feb. 2011

Gísli Halldór Halldórsson, forseti bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar stýrði fundi. Framsögumenn voru Daníel Jakobsson, bæjarstjóri, Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun og Sigríður Kristjánsdóttir, deildarstjóri hjá Umhverfisstofnun. Einnig var í pallborði Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar. Á fundinn mættu um 60 manns.
Meira...

Aðgerðir vegna díoxíns

09. feb. 2011

Umhverfisstofnun hefur lagt fram áætlun um mælingar á díoxín í jarðvegi í nágrenni mögulegra uppsprettna hérlendis. Rætt hefur verið við fagaðila til að annast mælingarnar en lögð er áhersla á að þær verði gerðar sem fyrst.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira