Hlaðbær-Colas, Hafnarfirði

Upplýsingar um rekstur frá starfsleyfishafa

Hlaðbær Colas - Gullhellu

Malbikunarstöðin Hlaðbær – Colas hf er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu og útlögn malbiks auk framleiðslu bikbindiefna til vegagerðar. Það er í eigu Colas Danmark A/S og er hluti af Colas SA í Frakklandi, alþjóðlegrar verktakasamsteypu með starfsemi í 45 löndum í fimm heimsálfum og er sú stærsta á sínu sviði í heiminum í dag. 

Að Óseyrarvegi 16 í Hafnarfirði er rekin bikbirgðastöð þar sem hægt er að geyma 4.000 tonn af stungubiki. Þar er einnig framleidd yfir 30 vörunúmer af bikbindiefnum sem aðallega eru ætluð til vegagerðar, t.d. klæðningar og festunar. 

MHC hefur komið að flestum stærstu malbikunarverkefnum á Íslandi á síðustu áratugum. Má þar nefna flugvelli, jarðgöng, hafnarmannvirki, vegi í þéttbýli og dreifbýli auk sérhæfðari verkefna. Einnig hefur MHC tekið að sér malbikunarverkefni erlendis. 

MHC gerir miklar kröfur til gæða, öryggis, og umhverfismála. Árið 2008 fékk fyrirtækið gæðastjórnunarkerfið sitt vottað, ISO 9001:2008, fyrst allra íslenskra verktakafyrirtækja, af British Standards International, BSI. Unnið er samkvæmt skjalfestu umhverfisstjórnunarkerfi og stefnir MHC að vottun á því gagnvart kröfum ISO 14001 staðalsins um umhverfisstjórnun.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit er að finna í starfsleyfinu sem gildir til 1. 4. 2020.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira