Reglur varðandi flug yfir friðlýstum svæðum

Sérstakar reglur og tilmæli vegna flugs yfir friðlýstum svæðum

Þjórsárver: Flug loftfara er óheimilt undir 5000 fetum frá 10. maí til 10. ágúst

Glerárdalur: Umferð loftfara (t.d. þyrluflug) sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis Umhverfisstofnunar. Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug frá flugvelli ásamt leitar- og björgunarflugi.

Gullfoss: Þeim tilmælum er beint til flugmanna að fljúga ekki neðar en 1000 fet yfir landi. Óheimilt er að lenda þyrlum og ómönnuðum loftförum innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Jafnframt er óheimilt að nota ómönnuð loftför innan friðlandsins nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Undanskilið þessum bönnum eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Friðlýst búsvæði fugla sem aðgát skal höfð í nánd við, skv. 4. mgr. 17. gr náttúruverndarlaga nr. 60/2013 eru eftirfarandi:

 • Andakíll
 • Dyrhólaey
 • Eldey
 • Flatey
 • Friðland Svarfdæla
 • Grunnafjörður
 • Guðlaugstungur
 • Hornstrandir
 • Hrísey í Reykhólahreppi
 • Ingólfshöfði
 • Kringilsárrani
 • Látrabjarg
 • Melrakkaey
 • Mývatn og Laxá
 • Oddaflóð
 • Pollengi og Tunguey
 • Salthöfði og Salthöfðamýrar
 • Skrúður
 • Ströndin við Stapa og Hellnar
 • Surtsey
 • Vestmannsvatn
 • Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira