Reglur varðandi flug yfir friðlýstum svæðum

Sérstakar reglur og tilmæli vegna flugs yfir friðlýstum svæðum

Gullfoss: Þyrlum og öðrum mönnuðum loftförum skal aldrei lenda innan friðlandsins nema að fengnu leyfi Umhverfisstofnunar. Notkun ómannaðra loftfara er bönnuð nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Undanskilið banninu eru leitar- og björgunaraðgerðir og starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Þjórsárver: Flug loftfara er óheimilt undir 5000 fetum frá 10. maí til 10. ágúst

Glerárdalur: Umferð loftfara (t.d. þyrluflug) sem truflað gæti gesti og dýralíf er óheimil án sérstaks leyfis Umhverfisstofnunar. Undanskilið er hefðbundið aðflug og brottflug frá flugvelli ásamt leitar- og björgunarflugi.

 Friðlýst búsvæði fugla sem aðgát skal höfð í nánd við, skv. 4. mgr. 17. gr náttúruverndarlaga nr. 60/2013 eru eftirfarandi:

 • Andakíll
 • Dyrhólaey
 • Eldey
 • Flatey
 • Friðland Svarfdæla
 • Grunnafjörður
 • Guðlaugstungur
 • Hornstrandir
 • Hrísey í Reykhólahreppi
 • Ingólfshöfði
 • Kringilsárrani
 • Látrabjarg
 • Melrakkaey
 • Mývatn og Laxá
 • Oddaflóð
 • Pollengi og Tunguey
 • Salthöfði og Salthöfðamýrar
 • Skrúður
 • Ströndin við Stapa og Hellnar
 • Surtsey
 • Vestmannsvatn
 • Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira