LátrabjargÍ fyrstu náttúruverndaráætlun Alþingis (2004-2008) var samþykkt ályktun um að Látrabjarg og nágrenni yrði friðlýst sem búsvæði fugla. Frá árinu 2011 hefur Umhverfisstofnun unnið að undirbúningi friðlýsingar með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri. Samkvæmt 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd annast Umhverfisstofnun undirbúning friðlýsingar. Skv. 2. mgr. fyrrnefndrar greinar skal Umhverfisstofnun gera drög að friðlýsingarskilmálum og leggja fyrir landeigendur og aðra rétthafa lands, viðkomandi sveitarfélög og aðra sem hagsmuna eiga að gæta. Frestur til að gera athugasemdir við fyrirhugaða friðlýsingu skal vera þrír mánuðir og skal stofnunin í kjölfarið vísa málinu til ráðherra með tillögum að friðlýsingarskilmálum og gera grein fyrir því hvort að náðst hafi samkomulag um friðlýsinguna við hlutaðeigandi aðila.

  Sú tillaga að friðlýsingarskilmálum sem Umhverfisstofnun leggur hér fram byggir á því samtali sem hefur átt sér stað á vettvangi samstarfshóps og þeim athugasemdum sem bárust frá fulltrúum landeigenda við áður framlagða tillögu Umhverfisstofnunar að friðlýsingarskilmálum fyrir svæðið.

 Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingarskilmálum fyrir friðland að Látrabjargi ásamt tillögu að mörkum svæðisins. Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 18. júlí 2019. Athugasemdum má skila á heimasíðu Umhverfisstofnunar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða senda með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé óskað eftir í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.     Frekari upplýsingar veita Edda Kristín Eiríksdóttir (eddak@ust.is) og Hildur Vésteinsdóttir (hildurv@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.  


Tillaga að friðlýsingarskilmálum 
Tillaga að mörkum svæðisins.  
 
 

 

Upplýsingar
Skrár

*Stjörnumerkta reiti þarf að fylla út.

04.02.2015 07:43

Deiliskipulag samþykkt

News-image for - Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti 21. janúar 2015 deiliskipulag á Látrabjargi. Tillagan var auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með athugasemdafresti til 26. maí 2014.Nánar ...

16.04.2014 10:20

Auglýsingar og athugunarfrestur framlengdur

News-image for - Ákveðið hefur verið að framlengja auglýsingar og athugasemdarfresti á tillögu að deiliskipulagi fyrir Látrabjarg um 6 vikur frá 11. apríl til 26. maí.Nánar ...

26.02.2014 10:09

Deilskipulag fyrir Látrabjargssvæðið

Baark arkitektastofa vinnur að gerð deiliskipulags fyrir Látrabjargssvæðið sem er samstarfsverkefni landeigenda, Vesturbyggðar, Umhverfisstofnunar og ferðamálasamtaka. Nánar ...

12.02.2014 13:41

Kynningarfundur um deiliskipulag Látrabjargs og umhverfisskýrslu

Fundurinn verður haldinn í Félagsheimili Patreksfjarðar þriðjudaginn 18. febrúar frá kl. 18-20.Nánar ...

07.08.2013 10:36

Ferðamönnum fjölgar á Látrabjargi

Mikill fjöldi ferðamanna hefur heimsótti Látrabjarg það sem af er sumri og samkvæmt talningum landvarða er áætlað að um 11.000 manns hafi komið á Látrabjarg í júlí.Nánar ...

13.06.2013 12:38

Dagur hinna villtu blóma

Sunnudaginn 16. júní er dagur hinna villtu blóma haldinn hátíðlegur um allt land. Landverðir við Látrabjarg ætla að bjóða gestum í 2 klst. náttúruskoðunarferð um brúnir Látrabjargs.Nánar ...

07.06.2013 11:20

Landvarsla á Sunnanverðum Vestfjörðum sumarið 2013

Landvarsla á Vestfjörðum og dagskrá sumarsins.Nánar ...

26.02.2013 15:19

Deiliskipulag: Opið hús á Patreksfirði

28. febrúar nk. kl.18:00 verður opið hús í félagsheimili Patreksfjarðar vegna deiliskipulagsvinnu við Látrabjarg og nágrenni.Nánar ...

04.01.2013 12:01

Lýsing á skipulagsverkefni Látrabjargs

Arkitektafyrirtækið Baark ehf í samstarfi við Landeigendur við Látrabjarg, Vesturbyggð og Umhverfisstofnun, hafa unnið að deiliskipulagi Látrabjargssvæðisins.Nánar ...

13.09.2012 13:57

Deiliskipulagsvinna á Látrabjargi

Deilskipulagsvinna Baark ehf. á Látrabjargi er nú á góðu skriði.Nánar ...

LátrabjargUpplýsingar um friðlýsingu Látrabjargs og nágrennis

Í janúar 2011 skipaði bæjarstjórn Vesturbyggðar starfshóp um framtíðarskipulag Látrabjargs og nágrennis, en í aðalskipulagi sveitarfélagsins er gert ráð fyrir að svæðið verði friðlýst. Í náttúruverndaráætlun 2009-2013 er einnig gerð tillaga um stofnun þjóðgarðs á svæðinu. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar Vesturbyggðar, Umhverfisstofnunar, landeigenda og ferðamálasamtaka V-Barð. 

Helsta hlutverk starfshópsins var að ræða hugmyndir um stofnun þjóðgarðs á svæðinu og vinn aða gerð deiliskipulags í samstarfi við verkfræðistofnuna BAARK. Í ágúst 2013 voru fulltrúar skipaðir í ráðgjafanefnd um gerð verndaráætlunar fyrir Látrabjargssvæðið og var fyrsti fundur nefndarinnar haldinn í október 2013. 

Mikilvægt er að árétta strax í upphafi að undirbúningur mögulegrar friðlýsingar, sem og framkvæmd hennar, ef af verður, eru í eðli sínu samráðsferli þar sem að koma allir þeir aðilar sem hagsmuna hafa að gæta á svæðinu. Forsenda friðlýsingar er samkomulag við alla rétthafa viðkomandi svæðis, þ.e. sveitarfélag, landeigendur og, eftir atvikum, ábúendur.

Ekki hika við að hafa samband ef þú óskar frekari upplýsinga eða vilt koma ábendingum á framfæri með því að smella hér.

Tengt efni

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 21. janúar 2015 deiliskipulag Látrabjargs. Deiliskipulagssvæðið nær yfir þrjár jarðir í Vesturbyggð: Hvallátra, Breiðavík og Keflavík. Stærð svæðisins er alls 89,6 km2. Mörk deiliskipulags miðast við svæði sem var skilgreint sem náttúruminjar árið 2004 og er á náttúruminjaskrá hjá Umhverfisstofnun.

Tengt efni

Landeigendafundir

Þann 20 og 24. október 2011 voru fundir haldnir á Umhverfisstofnun með umhverfisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur og landeigendum á svæðinu. Stór hluti landeigenda eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu og var tilgangur fundarins sá sami og fundirnir sem haldnir voru fyrir vestan í septemberlok, þ.e. að ræða hvað fælist í stofnun þjóðgarðs fyrir landeigendur, sveitarstjórn og aðra íbúa svæðisins,  hvert markmið friðlýsingarinnar væri, hvaða lagaleg áhrif hún hefði, og hver væri hinn samfélagslegi ávinningur. Nánar um fundina á Umhverfisstofnun.

Aðrir fundir

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti svæðið dagana 26. og 27. september 2011 til samráðs og umræðu við landeigendur og annað áhugafólk um framhaldið. Fundirnir voru alls sex: á Hvallátrum, í Breiðavík, að Hnjóti, á Patreksfirði og á Rauðasandi, auk fundar með bæjarstjórn Vesturbyggðar og með fyrrnefndum starfshópi um framtíðarskipulag Látrabjargs og nágrennis. Nánar um fundina á svæðinu.


Látrabjarg
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira