Skrúður, Fjarðabyggð

Skrúður var friðlýstur árið 1995. Skrúðurinn er klettaeyja úti fyrir Fáskrúðsfirði með miklu fuglalífi. Fyrrum var  róið úr Skrúðnum og höfðust vermenn þá við í Skrúðshelli. Miklar nytjar voru af fuglalífi eyjunnar fyrrum. Í Skrúðnum býr "Skrúðsbóndinn" og hefur gert um aldir. Skrúðsbóndinn er vættur sem rændi sauðum bænda sem létu fé sitt ganga í eyjunni auk þess sem hann seiddi eitt sinn til sín prestsdóttur sér til fylgilags. Stormsvala hefur verið alfriðuð hér á landi frá 1954. Samkvæmt Bernarsamningnum ber að friða stormsvölu í Evrópu og vernda búsvæði hennar sérstaklega. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis ábúanda.

Stærð friðlandins er 196,6 ha.

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira