Geitland, Borgarbyggð

Geitland var friðlýst árið 1988. Svæðið einkennist af víðáttumiklu hraun- og sandflæmi sem á upptök sín í gígaþyrpingu í rótum Langjökuls. Landið er víða vel gróið. Þar hafa fundist stórir hellar.

Stærð friðlandsins er 12.281,7 ha.

Myndin sýnir sandflæmi með fjallgarða í fjarska

Ógnir

 • Enn er mikið álag á svæðinu við Jaka og er aðkoman þar alls ekki góð. 
 • Slæm umgengni einkennir svæðið. 
 • Mikið af haglaskotshylkjum finnst á svæðinu þrátt fyrir bann um veiðar í friðlandinu. 
 • Vart hefur verið við utanvegaakstur.
 • Enn er þó nokkuð um rusl innan friðlandsins, t.d. stórir járnbitar, plötur og timburstaurar. 
 • Lúpína er að gera vart við sig á svæðinu. 

Tækifæri 

 • Gerð verndaráætlunar. 
 • Stikun gönguleiða. 
 • Taka þarf allt svæðið til gagngerrar endurskoðunar og bæta þarf umgengni. 
 • Samráð og samvinna þarf að vera á milli þeirra sem svæðið nýta, Umhverfisstofnunar og sveitarfélagsins. Ganga þyrfti til samninga við þá sem reka ferðaþjónstu á svæðinu. 
 • Fjarlægja þarf ónýtar girðingar í friðlandinu. 
 • Fjarlægja þarf lúpínu sem er rétt utan við friðlandið. 
 • Efla þarf fræðslu um svæðið.
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira