Veiðitímabil

Myndin sýnir stóran flokk fugla taka til flugs

Óheimilt er að hleypa af skoti á landi nær fuglabjörgum en 200 m og á sjó nær en 500 m. Aldrei má skjóta fugl í fuglabjörgum. Óheimilt er að veiða fugla í sárum. Þar sem eggja- eða ungataka súlu, dílaskarfs, toppskarfs, fýls, skúms, hvítmáfs, ritu, álku, langvíu, stuttnefju, teistu og lunda telst til hefðbundinna hlunninda, má nýta þau hlunnindi eftirleiðis.

Á ákveðnum svæðum sem eru friðuð skv. lögum nr. 60/2013 um náttúruvernd eru allar veiðar bannaðar.

Allt árið

 • Svartbakur
 • Sílamáfur
 • Silfurmáfur
 • Hrafn

Frá 20. ágúst til 15. mars

 • Grágæs
 • Heiðagæs

Frá 1. september til 15. mars

 • Fýll
 • Dílaskarfur
 • Toppskarfur
 • Helsingi (Friðaður til 25. september í A-Skaftafellssýslu og V-Skaftafellssýslu)
 • Stokkönd
 • Urtönd
 • Rauðhöfðaönd
 • Duggönd
 • Skúfönd
 • Hávella
 • Toppönd
 • Hvítmáfur
 • Hettumáfur
 • Rita

Frá 15. apríl til 14. júlí

 • Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp

Frá 1. september til 25. apríl

 • Álka
 • Langvía
 • Stuttnefja
 • Lundi

Rjúpnaveiðitímabil

Rjúpnaveiðar 2017

Fjöldi veiðidaga eru 12 sem skiptast á fjórar helgar, þ.e. síðustu helgina í október og fyrstu þrjár í nóvember:

 • föstudaginn 27. október, laugardaginn 28. október og sunnudaginn 29. október,
 • föstudaginn 3. nóvember, laugardaginn 4. nóvember og sunnudaginn 5. nóvember,
 • föstudaginn 10. nóvember, laugardaginn 11. nóvember og sunnudaginn 12. nóvember,
 • föstudaginn 17. nóvember, laugardaginn 18. nóvember og sunnudaginn 19. nóvember.

Frá 15. júlí til 15. september

 • Hreindýrstarfar (veitt eru sérstök leyfi til veiða á törfum)

Frá 1. ágúst til 20. september

 • Hreindýrskýr (veitt eru sérstök leyfi til veiða á kúm)

Frá 1. júlí til 15. ágúst

 • Háfaveiðar
  • Lundi
  • Álka
  • Langvía
  • Stuttnefja
Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira