Gámaþjónustan Hafnarfirði

  Starfsleyfi þetta gildir fyrir Gámaþjónustuna hf., kt. 410283-0349, fyrir móttöku og meðhöndlun úrgangs að Berghellu 1, Hafnarfirði.

  Helstu umhverfiskröfur

  Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 1. 9. 2019.

  Frá og með 1. júní 2011 er eftirlit með þessari starfsemi hjá heilbrigðisnefnd. Heilbrigðisnefnd er jafnframt útgefandi starfsleyfis (sbr. 5. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs).

  Ráðgefandi álit - Gámaþjónustan

  01. júlí 2018

  Nýverið gaf Umhverfisstofnun út fjórða ráðgefandi álit stofnunarinnar um endurnýtingu úrgangs og jafnframt þriðja álit stofnunarinnar á moltugerð.
  Meira...

  Gámaþjónustan Berghellu

  23. feb. 2011

  Þann 18. febrúar sl. gaf Umhverfisstofnun út starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Tillaga að starfsleyfinu var auglýst á tímabilinu 26. nóvember 2010 - 21. janúar 2011 og barst Umhverfisstofnun ein athugasemd við hana. Fjallað er um afstöðu Umhverfisstofnunar til athugasemdarinnar í greinargerð sem finna má hér að neðan. Samkvæmt hinu nýja starfsleyfi er Gámaþjónustunni heimilt að taka á móti allt að 100 þúsund tonnum af úrgangi á ári til meðhöndlunar, þ.e. flokkunar, forvinnslu, böggunar, pökkunar, geymslu og endurnýtingar, og gildir leyfið til næstu sextán ára.
  Meira...

  Tillaga að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar

  26. nóv. 2010

  Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir móttökustöð Gámaþjónustunnar hf. að Berghellu 1, Hafnarfirði. Haldinn verður opinn kynningarfundur um málið þann 14. desember nk., kl. 17, hjá Umhverfisstofnun að Suðurlandsbraut 24 (5. hæð).
  Meira...

  Mynd sem fylgir - Rauði listinn

  Rauði listinn

  Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
  Meira