Góð ráð

Góð ráð fyrir örugga notkun sæfivara og meðhöndlaðra vara með sæfieiginleika á heimilinu

  • Forðastu óþarfa notkun sæfivara og meðhöndlaðra vara á heimilum.
  • Forðastu að nota meðhöndlaðar vörur með bakteríudrepandi eiginleikum á heimilum svo sem meðhöndlaða þrifaklúta, bleyjur o.s.frv. Ekki skal nota vörur með sótthreinsandi eða bakteríudrepandi eiginleika til almennra þrifa á heimilum. Fyrir almenn þrif ætti að nota venjuleg þvottaefni - og þá helst umhverfisvæn, t.d.  vörur merktar norræna Svaninum eða Evrópublóminu.
  • Eldhús. Oft er það besta og auðveldasta lausnin að nota sjóðandi vatn til að sótthreinsa eldhúsáhöld og skurðarbretti.
  • Aðrir valkostir. Kannaðu hvort þú getur notað aðferðir sem ekki byggjast á notkun efna í staðinn fyrir sæfivörur, til dæmis  músagildrur í stað eiturefna til að halda niðri músagangi eða hlífðarfatnað og búnað í stað fæliefna til að forðast skordýrabit.
  • Lestu merkimiðann. Lestu og fylgdu leiðbeiningunum á merkimiða sæfivörunnar. Í leiðbeiningum kemur fram  hvernig á að nota vöruna og í hvaða magni, hugsanleg hætta tengd notkun vörunnar og hvaða varúðarráðstafanir ætti að viðhafa.
  • Geymsla. Sæfivörur skulu ávallt geymdar þar sem börn og gæludýr ná ekki til þeirra.
  • Umbúðir. Sæfivörur skulu alltaf hafðar í upprunalegum umbúðum. Leifum af sæfivöru má  ekki undir neinum kringumstæðum hella yfir í önnur ílát.
  • Handþvottur. Þvoið hendur eftir notkun á sæfivöru nema eftir notkun handsótthreinsiefnis.