Umhverfistofnun - Logo

Bláskelin

Umhverfis- og auðlindaráðherra fékk í lok árs 2018 afhentar tillögur frá samráðsvettvangi sem hann skipaði um plastmálefni og var viðurkenning fyrir framúrskarandi plastlausar lausnir þar á meðal. Markmiðið er að draga fram það sem vel er gert varðandi plastlausar lausnir og veita nýsköpun aukinn slagkraft. Sjá nánar í Tillögu að aðgerðaáætlun í plastmálefnum hér.

Bláskelin var fyrst afhent árið 2019. Þeir aðilar sem hlotið hafa viðurkenninguna eru:

2020 - Matarbúðin Nándin
2019 - Segull 67 Brugghús 

Viðurkenningin er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu.

Viðurkenningin er hluti af aðgerðum umhverfis- og auðlindaráðherra til að draga úr neikvæðum áhrifum plastnotkunar. Henni er ætlað að draga fram það sem vel er gert og hvetja til nýsköpunar. Sérstök úthlutunarnefnd velur viðurkenningarhafa en hana skipa fulltrúar frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Samtökum iðnaðarins, Plastlausum september og Umhverfisstofnun.

Við val á verðlaunahafa er horft til eftirfarandi þátta:

  • nýsköpunargildis viðkomandi lausnar
  • dregur lausnin úr myndun úrgangs
  • hvert er almennt framlag lausnarinnar til umhverfismála
  • hvaða plastvöru er verið að komast hjá með lausninni
  • hefur lausnin möguleika á að komast í almenna notkun

Kallað er eftir tilnefningum frá almenningi á vormánuðum og umhverfis- og auðlindaráðherra veitir viðurkenninguna árlega í upphafi Plastlauss september.