Arsenik er eitt af frumefnum jarðar. Það hefur verið notað til að gagnverja (fúaverja) timbur, við framleiðslu á glervörum til að hindra loftbólumyndun og í rafbúnaði.
Af hverju er það hættulegt?
Hin ýmsu arseniksambönd safnast fyrir í plöntum og dýrum í mismiklu mæli. Þau geta verið mjög eitruð lífríkinu og jafnvel valdið krabbameini.
Í hverju finnst efnið?
Áður fyrr var timbur gagnvarið með svokallaðri CCA þrýstimeðferð þar sem krómi (C), kopar (C) og arseniki (A) var þrýst inn í viðinn. Í dag er bannað að nota arsenik og króm í þrýstimeðferðir á timbur nema í sérstökum tilfellum innan atvinnulífsins. Þessi efni munu þó halda áfram að leka úr gömlu CCA-meðhöndluðu timbri næstu árin.
CCA-meðhöndlað timbur flokkast sem spilliefni og því verður að skila því á endurvinnslustöð sem slíku. CCA-meðhöndlað timbur má ekki brenna því efnin mynda eitraðan reyk, ryk og ösku.