Umhverfistofnun - Logo

PFOS og PFOA

Efnin PFOS og PFOA hrinda frá sér bæði vatni og fitu og eru notuð m.a. til að gera vörur vatnsþéttar og gefa þeim þann eiginleika að hrinda frá sér óhreinindum. Auk þess eru efnin notuð í teflonhúðun á pottum og pönnum. Venjuleg notkun á teflonpottum og pönnum er ekki heilsuskaðleg. Hér áður var PFOS mikið notað slökkvitækjafroðu sem notuð var til að slökkva olíubruna.

Af hverju eru það hættulegt?

PFOS og PFOA brotna mjög hægt niður í náttúrunni og geta safnast fyrir í mönnum og dýrum. Þau geta valdið fósturskaða og eru krabbameinsvaldandi. 

Í hvað er efnið notað?

  • Filmuna sem gefur útivistarfatnaði vatnsvörn
  • Teppi
  • Málning og lökk
  • Teflon potta og pönnur 
  • Slökkvitækjafroðu

Strangar reglur eru í gildi um leyfilegan hámarksstyrk PFOS-efna í ýmsum vörum, t.d. sem vatnsvörn í fatnaði og frá 4. júlí 2020 verður bannað að framleiða eða setja efnin (og fleiri skyld efni) á markað innan EES.