Þessi merki segja til um að varan hafi uppfyllt ákveðin skilyrði varðandi orku. Til að mynda er merkið Energy star til marks um að vara er sérlega sparneytin á rafmagn en merkið gerir enga kröfu um hráefnaval, notkun kemískra efna eða um orkusparnað í framleiðslu.
Merkið sýnir ör sem bendir ýmist á græna eða rauða liti þar sem grænt táknar sparneytni í orkunotkun en rautt þýðir mikil orkunotkun. Einnig sýnir merkið táknmyndir til að greina frá árlegri orkunotkun vörunnar ásamt öðrum eiginleikum svo sem hávaða.
Árið 2011 var Orkumerki Evrópusambandsins breytt og kröfur hertar. Nýja merkið tekur mið af aukinni sparneytni nýrra raftækja og veitir því vottun allt upp í A+, A++ og A+++. Fyrir ís- og frystiskápa var nú þegar búin að bæta við flokkunum A+ og A++.
Frá og með nóvember 2012 eru hjólbarðar einnig flokkaðir með orkumerkinu.
Eftirfarandi vöruflokkar skulu vera auðkenndir með Orkumerki Evrópubandalagsins:
• Ís- og frystiskápar
• Uppþvottavélar
• Þvottavélar
• Þurrkarar
• Sameiginglegar þvottavélara og þurrkarar
• Rafmagnslampar
• Rafmagnsofnar
• Loftræstikerfi fyrir heimilisnotkun
• Sjónvörp
Merkið er undir eftirlit Evrópusambandsins og bandarísku umhverfisstofnunarinnar.
Energy Star er valfrjáls merking fyrir sparneytin skrifstofutæki, til að mynda tölvur, tölvuskjái, prentara og ljósritunarvélar. Vörurnar skulu vera sparneytnar á orku bæði við noktun og í dvala. Til að hljóta Energy Star verða vörur að fara sjálfkrafa í dvala eða slökkva á sér þegar þær eru ekki í notkun.
Lestu meira um Energy Star á heimasíðu Evrópusambandsins
Öll ný raftæki skulu bera raftækjamerkið. Raftækja úrgangur er bæði hættulegur og sístækkandi úrgangsflokkur. Raf- og rafeindatæki innihalda fjölda efna sem slæm eru fyrir umhverfið, einkum þungmálma. Merkið skal vera sýnilegt, læsilegt og óafmáanlegt.
Lestu meira um merkið á heimasíðu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
Að merkinu standa Bandarísku samtökin TCO Development. Vörur sem merktar eru TCO merkinu mega ekki innihalda klór – eða brómeruð eldvarnarefni. TCO merktar vörur eru endurvinnanlegar.
TCO gerir meðal annars kröfur um :
• Góð myndgæði á skjám
• Minni hitalosun frá vörum og þar af leiðandi minni orkunotkun og betri loftgæði innandyra
• Minni losun þungmálma, brómeraðra eldvarnarefna og annarra efna.
Lestu meira um merkið á heimassíðu TCO- Development