Umhverfistofnun - Logo

Lærðu að þekkja merkin

Á umbúðum neytendavara má finna ýmis merki og finnst mörgum erfitt að átta sig á því fyrir hvað þau standa. Hættumerki gefa upplýsingar um tegund hættu og varúðarráðstafanir við notkun á vörunni. Sum merkjanna ná til afmarkaðra þátta eins og til dæmis þeirra hráefna sem notuð eru til framleiðslu, hversu mikla orku varan notar eða hvernig eigi að farga henni. Önnur merki eru ætluð til leiðbeiningar fyrir neytendur varðandi umhverfisáhrif vöru eða þjónustu. Norræna umhverfismerkið Svanurinn og Evrópublómið eru algengust slíkra merkja á Íslandi. Það er mikilvægt að kynna sér hvað algengustu merkin þýða því þau geta hjálpað neytandanum að taka upplýsta ákvörðum um meðhöndlun og vöruval.