Umhverfistofnun - Logo

Blikastaðakró - Leiruvogur

Mynd: Ingibjörg M. BjarnadóttirLjósmynd: Ingibjörg M. Bjarnadóttir

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingu Blikastaðakróar-Leiruvogs í samræmi við 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi skipaður fulltrúum Umhverfisstofnunar, Reykjavíkurborgar og Mosfellsbæjar sem einnig eru landeigendur og  umhverfis-, orku- og loftlagsráðneytisins.

Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að viðhalda og vernda til framtíðar náttúrulegt ástand mikilvægs búsvæðis fugla og sjávarhryggleysingja auk líffræðilegrar fjölbreytni þess þannig að það fái þróast samkvæmt náttúrulegum lögmálum sínum og á eigin forsendum. Friðlýsingin miðar einnig að því að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins.

Mynd: Sigríður KristinsdóttirLjósmynd: Sigríður Kristinsdóttir

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 17. maí 2022.

Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar um málið veita Eva B. Sólan (evasolan@ust.is) og Davíð Örvar Hansson (davidh@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:

Mynd: Ingibjörg M. BjarnadóttirLjósmynd: Ingibjörg M. Bjarnadóttir