Votlendi við Fitjaá


 Tillaga að friðlandi við Fitjaá í Skorradal

 Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingu votlendissvæðis Fitjaár í Skorradal sem friðlands í samræmi við málsmeðferðarreglur 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, Skorradalshrepps, umhverfis- og auðlindaráðneytisins, Skógræktarinnar, Ríkiseigna og landeigendur Fitja.  

Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda víðlent, samfellt og lítið raskað votlendissvæði við Fitjaá þar sem skiptast á mýrar og flóar. Svæðið gegnir fjölbreyttu hlutverki í vistkerfum og er meðal annars mikilvægt búsvæði plöntu- og fuglategunda. Friðlýsingin miðar jafnframt að því að vernda og viðhalda tegundafjölbreytni svæðisins og vistfræðilegum ferlum sem og stuðla að ákjósanlegri verndarstöðu tegunda og fræðslu um votlendissvæðið.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.
 Frekari upplýsingar um málið veita Eva B. Sólan (evasolan@ust.is) og Hildur Vésteinsdóttir (hildurv@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.

Tillaga að auglýsingu
 • Kort og hnitaskrá