Í Mývatnssveit og við Goðafoss

Gengið með landvörðum í Mývatnssveit og við Goðafoss

Mývatnssveit

1.07-29.07 
Kvöldganga með landvörðum í Mývatnssveit. Öll miðvikudagskvöld í júlí kl. 20Um það bil 1-2 klukkutíma ganga með skemmtilegum fróðleik. Gengið um mismunandi svæði í hvert sinn í fylgd landvarðar. Hver og ein ganga verður auglýst sérstaklega. 

Dimmuborgir

20.06-15.08  
Dagleg ganga með landverði um Dimmuborgir. Einföld ganga sem hentar öllum. Lagt af stað frá inngangi kl. 14 og tekur um það bil 1 klukkustund. 

Goðafoss 

4.07-8.08  
Fjölskylduganga við Goðafoss kl. 11.  alla laugardaga á tímabilinu. Um það bil klukkustundarlöng stund fyrir alla fjölskylduna með landverði við Goðafoss. 

Meldaðu þig á facebook viðburð hér.