Fræðslugöngur og viðvera landvarða
Friðland að Fjallabaki
Landmannalaugar - Laugahringur. Torfajökulsaskjan og eldstöðin - Hvernig myndaðist hún? Gangan hefst kl. 14:00 við skála Ferðafélags Íslands alla sunnudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga á tímabilinu 1. júlí - 10. ágúst. Gangan er létt og tekur 1,5 klst.
Landvörður er með viðveru í Landmannalaugum alla daga yfir sumartímann.
Landmannahellir - Löðmundarvatn. Hvað býr í hellinum, hvaðan kemur nafnið Löðmundur? Gangan hefst kl. 11:00 á tjaldsvæðinu alla laugardaga í júlí. Gangan er miðlungs létt og tekur 1,5-2 klst.
Sími hjá landverði er 822 4083
Þjórsárdalur - Landslagsverndarsvæði
Stöng og Gjáin Þjórsárdal. Mannvist og náttúra. Gengið er frá nýja bílastæðinu við Stöng alla laugardaga á tímabilinu 3. júlí - 14. ágúst. Gangan er miðlungs létt og tekur um 1,5 klst.
Sími hjá landverði er 822 4034
Kerlingarfjöll
Hálendismiðstöðin í Ásgarði. Landvörður veitir upplýsingar um gönguleiðir og verndarsvæðið alla daga á milli kl. 9 og 10 á tímabilinu 15. júní - 20. ágúst.
Sími hjá landverði er 822 4085
Meldaðu þig á viðburði á facebook