Umhverfistofnun - Logo

Á Vestfjörðum

Fræðslugöngur og viðvera landvarða á Vestfjörðum

Hornstrandir 

Gestastofa friðlandsins - Hornstrandastofa – er staðsett á torginu á Ísafirði. Hún er opin 6 daga vikunnar og eru allir velkomnir þangað óháð því hvort þeir eru á leiðinni inn á friðlandið eða ekki. Í gestastofunni er sýning um friðlandið þar sem fjallað er stuttlega um plöntur, fugla og ref. Jafnframt er áherslan þar á að fræða um bjargið, í nútíma en ekki síður hvernig það var nýtt á meðan svæðið var í ábúð.  

Innan friðlands eru gestir hvattir til að nálgast landverðina sem munu þá verða tilbúnir til að fjalla um það sem fyrir augum ber hverju sinni. 

Vatnsfjörður 

19. júní kl: 15:00 – Ganga á Lónfell með landverði. 

Farið verður frá skilti sem markar upphaf gönguleiðarinnar á Dynjandisheiði eða frá Helluskarði eftir því hvar best er að geyma bíla út frá vegagerð á svæðinu (nánar auglýst síðar). Fjallið Lónfell er gjarnan nefnt skírnarfontur Íslands þar sem leiddar hafa verið líkur að því að hér sé komið fjallið hvaðan Hrafna-Flóki horfði þegar hann nefndi landið Ísland svo sem segir í Landnámu. Fleiri fjöll hafa þó verið kölluð til og sýnist sitt hverjum. Það sama má segja um örnefnið Lónfell. Heitir fjallið kannski Lómfell? Útsýnið er stórkostlegt, um það eru allir sammála.  

Vegalengd: 5-6 km 

Hækkun: 300 m 

Tími: 4 klst. 

Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. Gaman að hafa sjónauka. 

11. júlí kl: 15:00 - Jarðsaga svæðis - Hörgsnes

Fræðsla landvarðar verður haldin í beinu framhaldi af göngu í Surtarbrandsgil þennan dag en gestir þurfa þó ekki að mæta í báðar göngur samhengisins vegna. Á Hörgsnesi má m.a. virða fyrir sér digra kletta og vel sniðin trjábolaför og velta því fyrir sér hvernig þetta varð allt til.  

Vegalengd: 500-700 m 

Hækkun: óveruleg 

Tími: 1 – 1,5 klst 

Búnaður: Góðir skór og fatnaður eftir veðri. Gaman að hafa sjónauka. 

16. júlí kl: 15:00 – Fuglaskoðun í Vatnsfirði með landverði. 

Farið verður frá malarnámunni neðan brúarinnar yfir Vatnsdalsá. Landvörður segir fyrst frá fuglunum í fjörunni áður en gengið er upp með Vatnsdalsá þar sem gjarnan má sjá straumendur á sundi. Því næst liggur leiðin inn með Vatnsdalsvatni þar sem gestir dreifa úr sér við vatnsborðið, stilla hugann og bíða þess að umhverfið aðlagist.  

Vegalengd: 3-4 km 

Tími: 1,5-2 klst. 

Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri, flugnanet, fuglabækur, sjónauki og nesti.   

 31. júlí kl: 13:00 – Ganga á Ýsufell með landverði. 

703 m hátt og ein Hornatáa. Nánar auglýst síðar.  

7. ágúst kl: 13:00 - Ganga á Lónfell með landverði. 

Farið verður frá skilti sem markar upphaf gönguleiðarinnar á Dynjandisheiði. Fjallið Lónfell er gjarnan nefnt skírnarfontur Íslands þar sem leiddar hafa verið líkur að því að hér sé komið fjallið hvaðan Hrafna-Flóki horfði þegar hann nefndi landið Ísland svo sem segir í Landnámu. Fleiri fjöll hafa þó verið kölluð til og sýnist sitt hverjum. Það sama má segja um örnefnið Lónfell. Heitir fjallið kannski Lómfell? Útsýnið er stórkostlegt, um það eru allir sammála.  

Vegalengd: 5-6 km 

Hækkun: 300 m 

Tími: 4 klst. 

Búnaður: Góðir skór, fatnaður eftir veðri og nesti. Gaman að hafa sjónauka. 

16. September – Dagur íslenskrar náttúru – Ganga með landverði. 

Dagskrá nánar auglýst síðar. Hugmynd: Dynjandi ofan frá? 

Látrabjarg og nágrenni 

17. júlí kl: 15:00 – Verstöðin Brunnar. 

Fræðslan hefst við bílastæðið á Brunnum. Landvörður gengur um svæðið og segir frá minjum. Tæpt verður á útræði frá Brunnum, lífi og aðbúnaði vermanna, sjóslysum og hrakförum en frá verstöðinni var róið fram til ársins 1900.   

Tími: 0,5-1 klst. 

Búnaður: Fatnaður eftir veðri.  

14. ágúst: fræðsla með landverði á Látrabjargi. 

Dagskrá nánar auglýst síðar.  

Surtarbrandsgil 

Sýning um Surtarbrandsgil í gamla prestbústaðnum á Brjánslæk er opin daglega á tímabilinu 15. Júní – 1. Ágúst. Í tengslum við opnunartíma sýningarinnar er boðið upp á göngur í fylgd landvarðar í gilið alla þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga klukkan 13:00.  

 Meldaðu þig á viðburði á facebook