Dverghamrar

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeigenda og Skaftárhrepps vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir náttúruvættið Dverghamra.

Dverghamrar eru stuðlabergshamrar úr blágrýti og staðsettir austan við Foss á Síðu. Efst á stuðlunum er víða að sjá það sem kallast kubbaberg og gerir þá einkar sérstaka. Dverghamrar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1987 og er markmið friðlýsingarinnar að vernda einstakar jarðminjar og sögu- og fræðslugildi þeirra. Stærð náttúruvættisins er 2,14 ha.

Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu 10 ára ásamt aðgerðaáætlun til 5 ára.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til þess að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is og Daníel Freyr Jósson, daniel.jonsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000

Tengt efni:
Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun