Dyrhólaey

16. janúar 2020

 Fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeigenda og Mýrdalshrepps vinna nú að endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið Dyrhólaey.
 Dyrhólaey er um 120 m hár höfði sem gengur í sjó fram við suðurströnd Íslands. Syðsti hluti hennar er klettatanginn Tóin og í gegnum hann er gat. Dyrhólaey var friðlýst sem friðland árið 1978. Verndargildi hennar felst fyrst og fremst í fuglalífi eyjarinnar.
 Samkvæmt 81. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er eitt af hlutverkum Umhverfisstofnunar að hafa umsjón með gerð stjórnunar- og verndaráætlana fyrir friðlýst svæði. Í þeim er lögð fram stefnumótun til næstu 10 ára ásamt aðgerðaáætlun til 5 ára.
 Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til þess að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.
 Frekari upplýsingar veita Guðbjörg Gunnarsdóttir, gudbjorg@umhverfisstofnun.is  og Daníel Freyr Jónsson, daniel.jonsson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000


 Tengt efni:
Samráðsáætlun
Verk- og tímaáætlun