Umhverfisstofnun í samstarfi við Dalvíkurbyggð og landeigendur við Friðland Svarfdæla hefur nú lagt fram drög að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið.
Friðland Svarfdæla var friðlýst árið 1972 fyrir tilstuðlan bænda í Svarfaðardal til verndar lífríki og landslagi friðlandsins. Votlendi einkennir friðlandið og er svæðið mikilvægt búsvæði ýmissa votlendisfugla en talið er að rúmlega 35 fuglategundir verpi innan friðlandsins, bæði votlendis-, sjó- og mófuglar.
Vegna frekari upplýsinga og ábendinga, hafið samband við Davíð Örvar Hansson, david.hansson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000