Umhverfistofnun - Logo

Goðafoss

Fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda vinna nú að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti, en fossinn var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri. Ásýnd fossins er fjölbreytileg eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð. Fossinn er 9-17 m hár og um 30 m breiður.

Landið við vesturbakka Goðafoss heitir Hrútey og afmarkast hún af Hrúteyjarkvísl sem greinist frá Skjálfandafljóti ofan við Goðafoss en sameinast fljótinu aftur alllangt neðar.

Þjóðsaga segir að Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði hafi varpað goðalíkneskjum sínum í fossinn í kjölfar þess að honum hafi verið falið það hlutverk að ná lögsáttum milli heiðinna manna og kristinna og að hann hafi tekið upp nýjan sið. Af þessu á Goðafoss að hafa dregið nafn sitt.

Hér að neðan er að finna verk- og tímaáætlun og samráðsáætlun vegna verkefnisins. Lögð er áhersla á opið og gagnsætt ferli og eru einstaklingar hvattir til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Þórdís Björt Sigþórsdóttir thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is  og Arna Hjörleifsdóttir arna.hjorleifsdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000. 

Tengd skjöl:
Verk- og tímaáætlun
Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

Sérstakir fundir