Umhverfistofnun - Logo

Tungufoss, Mosfellsbæ

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móti Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar.

Tungufoss og nánasta umhverfi var friðlýst sem náttúruvætti árið 2013 með auglýsingu nr. 462/2013.

Stjórnunar- og verndaráætlun Tungufoss var staðfest þann 28. september 2020.