Stök frétt

Þann 8. maí var undirritaður samningur milli Umhverfisstofnunar og Menningarmiðstöðvarinnar ehf. á Hellnum. Umhverfisstofnun tekur á leigu húsnæði undir gestastofu í menningarmiðstöðinni.

Í gestastofunni verður fræðslusýning um náttúru þjóðgarðsins og þar verða veittar upplýsingar um dagskrá og þjónustu í þjóðgarðinum. Samstarfsnefnd um stofnun þjóðgarðs á Snæfellsnesi gerði ráð fyrir að gestastofur yrðu tvær í þjóðgarðinum og var önnur fyrirhuguð á Hellissandi en hin á Arnarstapa eða Hellnum.

Í menningarmiðstöðinni sem nú er að rísa á Hellnum er fyrirhugað að verði miðstöð upplýsingaveitu um ferðaþjónustu á Snæfellsnesi og Vesturlandi.