Stök frétt

Námskeið um öryggismál, eftirlit og stjórnun á leiksvæðum var haldið á vegum Umhverfisstofnunar dagana 26.-28.maí sl.

Um 50 manns sóttu námskeiðið. Þar voru m.a. eftirlitsaðilar, starfsmenn og stjórnendur leiksvæða, hönnuðir og aðrir sem stjórna uppbyggingu á leiksvæðum. Námskeiðið átti einnig erindi til þeirra er setja og innleiða reglur um öryggi leiksvæða og leiktækja.

Fjallað var um viðhald leiktækja og aðsteðjandi hættur á leiksvæðum. Eftirlitskerfi og skráning var skoðuð ásamt búnaði til eftirlits. Nýr evrópustaðall (EN 1176 og EN 1177) um stjórnun leiksvæða var kynntur en ný reglugerð um öryggismál leiksvæða hér á landi tekur mið af honum.

Leiðbeinandi á námskeiðinu var breskur sérfræðingur, Rob Wheway. Wheway er virtur sérfæðingur í atferli barna. Á síðustu árum hefur hann einkum starfað að mati á leiksvæðum og úttekt á öryggismálum. Hann sérhæfir sig í ráðgjöf fyrir sveitarfélög og fyrirtæki og hefur 30 ára reynslu á þessu sviði.