Stök frétt

Á Íslandi eru aðeins 15 þéttbýlisstaðir með yfir 2000 íbúa og 5 þéttbýlis með yfir 10.000 íbúa. Íbúum höfuðborgarsvæðisins hefur fjölgað mun örar en á landsbyggðinni. Á sama tíma og hlutfallsleg fjölgun er á þéttbýlasta svæðinu, fækkar íbúum víða á landsbyggðinni.

Á myndinni má sjá yfirlit yfir þær miklu framfarir sem orðið hafa í hreinsun fráveituvatns á síðustu árum. Á árinu 2002 var tæplega 60% íbúa tengdir fráveitum með skólphreinsun. Munar þar mest um framkvæmdir í Reykjavík, auk þess sem komið var á eins þrepa skólphreinsun í Reykjanesbæ og á Blönduósi, ásamt tveggja þrepa hreinsun í Hveragerði.

Skýrsla um stöðu mála hvað varðar skólphreinsun árið 2003