Stök frétt

Umhverfisstofnun vísar til heimildar í 4. tölulið auglýsingar um friðlýsingu Dyrhólaeyjar, nr. 101/1978 um heimild til lokunar friðlandisins og hefur því óskað eftir að sýslumaðurinn í Vík loki Dyrhólaey á tímabilinu 1. maí - 10. júní 2004, þó með þeim skilyrðum að eigendur og ábúendur hafi frjálsan aðgang fyrir sig og sína gesti.

Eftirlitsmaður á vegum Umhverfisstofnunar mun kanna aðstæður fyrir 10. júní og leggja mat á það hvort þá sé unnt að opna fyrir almenna umferð út í Dyrhólaey, þ.e. Háey.

Lokunin er gerð að ósk hluta nytjaréttarhafa.